Fara í innihald

Wikivitnun:Útlitsviðmið

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Eftirfarandi eru örfáar athugasemdir um hvernig greinar á Wikiquote ættu að líta út. Þessi viðmið eru ekki síðasta orðið um útlit greina. Oft eru fleiri en ein leið til þess að gera hlutina og auk þess eru viðmiðin enn í þróun. Aftur á móti auðveldar það lesendum að átta sig á greinum og nota þær ef útlit þeirra og frágangur er að mestu leyti eins. Þá verður einnig auðveldara að skrifa greinar.

Útlit og frágangur

Heiti greina

Heiti greina ætti alla jafnan að vera í nefnifalli eintölu og án greinis nema hefð sé fyrir því að nefna viðfangsefni greinarinnar einungis með ákveðnum greini. Til dæmis: ást, örlög, dauði, réttlæti, frelsi; síðari heimsstyrjöldin, Kúbudeilan.

Inngangur að greinum

Greinar ættu að hefjast á stuttri lýsingu eða skilgreiningu á efni greinarinnar. Efnisorð greinarinnar (sama og titill greinarinnar) ætti að vera feitletrað. Til dæmis:

Bertrand Russell var breskur heimspekingur.“

eða

Vinátta er hugtak sem er notað um stuðningsríkt og hjálplegt samband milli tveggja eða fleiri manna sem byggir yfirleitt á gagnkvæmri virðingu og væntumþykju.“

Efnisorð greinarinnar (þ.e. orðið sem er feitletrað) ætti einnig að tengja í samsvarandi grein á Wikipediu ef hún er til. Það er gert með því að setja inn tengil sem lítur svona út: [[W:Heiti greinar|]]. Þannig verður til dæmis [[W:Bertrand Russell|]] að tengli á greinina um Bertrand Russell á Wikipediu.

Inngangur greina ætti alls ekki að vera langur og ýtarlegur, heldur mjög stuttur og hnitmiðaður. Þegar um er að ræða greinar um ákveðin þemu, hugtök eða fyrirbæri, nægir jafnvel að byrja greinina á einföldum inngangi á borð við „Tilvitnanir um vináttu“ eða „Tilvitnanir um sannleika“.

Tilvitnanir í greinum

Tilvitnanir í greinum ættu að vera í sérstökum kafla sem ber heitið „Tilvitnanir“. Greinarkaflinn er búinn til með því að skrifa: == Tilvitnanir == á viðeigandi stað í breytingaboxinu þar sem textinn er skrifaður inn. Ef tilvitnanir eru mjög margar má skipta þeim upp í undirkalfa. Undirkaflar eru búnir til með því að skrifa: === Heiti undirkafla ===.

Tilvitnanir ættu að vera innan tilvitnanamerkja (gæsalappa). Íslensk tilvitnanamerki („“) er að finna hjá táknunum fyrir neðan breytingaboxið þar sem textinn er skrifaður inn.

Tilvitnanir ættu að vera punktaðar í puntkalista, þ.e.:

  • „Tilvitnun eitt.“
  • „Tilvitnun tvö.“
  • „Tilvitnun þrjú.“

Til að gera slíka punkta þarf að skrifa * fyrir framan upphaf hverrar tilvitnunar.

Í greinum um einstaklinga er óþarft að eigna höfundinum sérhverja tilvitnun, enda eru þá allar tilvitnanir á síðunni í einn og sama höfundinn. Þó skal geta þess úr hvaða verki tilvitnunin er eftir því sem mögulegt er. Í greinum um ákveðin þemu, svo sem hugtök og fyrirbæri, þar sem finna má tilvitnanir í marga höfunda, er aftur á móti nauðsynlegt að skrifa nafn höfundar fyrir neðan hverja tilvitnun. Einnig er nauðsynlegt að geta þess úr hvaða verki tilvitnunin er fengin ef mögulegt er.

Dæmi:

  • „Hver sá sem vill verða heimspekingur verður að læra að óttast ekki fásinnur.“
Bertrand Russell, The Problems of Philosophy
  • „Í rannsóknum í heimspeki verðum við að byrja leikinn á að nálgast vandann blátt áfram [...] Við verðum að láta okkur það eftir að verða furðu lostin af staðreyndum sem andlega heilbrigt fólk gengi að sem vísum.“
John R. Searle, Mind, Language and Society: Philosophy in the Real World
  • „Svona ættu heimspekingar að heilsast: „Taktu þér þinn tíma!““
Ludwig Wittgenstein

Nafn höfundar er dregið inn með því að hafa tvípunkt á undan nafni hans í línunni fyrir neðan sjálfa tilvitnunina.

Tilvitnanir ættu að vera í stafrófsröð eftir nafni höfundar (eftirnafni erlendra höfunda en fornafni íslenskra höfunda). Ef hluti textans er felldur úr tilvitnuninni skal þess getið með þrípunkti innan hornklofa svona: [...]

Innri og ytri tenglar í greinum

Innri tenglar eru tenglar yfir á annað efni á Wikiquote. Í greinum ætti einungis að setja slíka tengla á aðrar síður sem innihalda tilvitnanir. Innri tenglar sem tengjst viðfangsefni síðunnar geta einnig verið í sérstökum kafla sem ber heitið „Tengt efni“. Þar ættu slíkir tenglar að vera í punktalista í stafrófsröð.

Ytri tenglar í greinum ættu að vera í sérstökum kafla með kaflaheitinu „Tenglar“. Þar ættu þeir að vera í punktalista í stafrófsröð.

Undantekningar á útlitsviðmiðinu

Athugið að sumar tilvitnanir falla ekki undir ofangreint útlitsviðmið. Útskýringar á hver viðmiðin eru um útlit þeirra má finna hér:

Tengt efni

  • Wikipedia:Svindlsíða — auðskiljanlegar leiðbeiningar um notkun wiki-kóða (hvernig á að feitletra og skáletra texta, búa til tengla og svo framvegis).

Tenglar