Fara í innihald

Bertrand Russell

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Bertrand Arthur William Russell árið 1907.

Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Að kenna hvernig eigi að lifa við óvissu án þess þó að lamast vegna hiks er ef til vill það sem heimspekin hefur einkum fram að færa.“
The Problems of Philosophy
  • „Er einhver þekking til í heiminum sem er svo örugg að skynsamur maður gæti ekki efast um hana? Þessi spurning, sem virðist ef til vill við fyrstu sýn ekki afar erfið viðureignar, er í raun erfiðasta spurning sem hægt er að spyrja. Þegar við höfum gert okkur grein fyrir hindrununum sem standa í vegi fyrir einföldu og öruggu svari, þá höfum við byrjað að iðka heimspeki — því heimspeki er einungis tilraun til að svara slíkum spurningum, ekki af kæruleysi eða kreddufestu, líkt og við gerum í daglegu lífi okkar og jafnvel í vísindum líka, heldur á gagnrýninn hátt, eftir að við höfum rannsakað allt sem gerir spurningar af þessu tagi erfiðar og eftir allan óskýrleikann og alla ringulreiðina sem kraumar undir hefðbundnum hversdagslegum hugmyndum okkar.“
The Problems of Philosophy
  • „Flestir myndu frekar deyja en hugsa; og raunar gera þeir það.“
  • „Hver sá sem vill verða heimspekingur verður að læra að óttast ekki fásinnur.“
The Problems of Philosophy
  • „Ef ég legði til að milli jarðarinnar og Mars væri postulínsteketill á braut umhverfis sólina myndi enginn getað afsannað fullyrðingu mína svo lengi sem ég gætti þess að segja að teketillinn væri of lítill til þess að við gætum séð hann jafnvel með öflugustu sjónaukum okkar. En ef ég segði að auki að úr því að ekki er hægt að afsanna fullyrðingu mína sé það óþolandi hroki af hálfu mannlegrar skynsemi að draga hana í efa, þá mætti með réttu segja að ég væri að bulla. En ef tilvist slíks teketils er staðhæfð í gömlum bókum, kennd sem heilagur sannleikur á hverjum sunnudegi, innrætt börnum í skólum, þá myndi sá sem hikar við að trúa á tilvist ketilsins vera kallaður sérvitringur og geðlæknar myndu sjá um hann á upplýsingaröld eða rannsóknarrétturinn á fyrri tímum.“
Í „Is there a God?“

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um