Réttlæti
Útlit
Tilvitnanir um réttlæti.
Tilvitnanir
[breyta]- „Hve skaðvæn reynist æskan öllum dauðlegum
ef ekki er sáð til réttlætis á fyrstu tíð.“
- Evripídes, Andrómakka 184-185 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
- „Þess er rétt að geta að við rökfærslu mína hafna ég hverri stoð, sem reisa mætti á hugmynd um æðra réttlæti, óháð allri nytsemi. Ég tel nytsemina grundvöll alls siðferðis, hinn endanlega mælikvarða góðs og ills. En þar á ég við nytsemi í víðustu merkingu, grundvallaða á varanlegum hagsmunum mannsins á þroskabraut hans.“
- John Stuart Mill, Felsið
- „Réttlæti er höfuðkostur á stofnunum samfélags, eins og sannleikurinn er á kenningum. Það er sama hversu fögur og nýtileg kenning er: ef hún er ósönn verður að breyta henni eða hafna. Eins er um stjórnarskrár og stofnanir. Það er sama hversu haganlega þeim er fyrir komið, og hversu gagnlegar þær eru: ef þær eru ranglátar verður að breyta þeim eða bylta.“
- John Rawls, Kenning um réttlæti