Wikivitnunspjall:Útlitsviðmið

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Jump to navigation Jump to search

Ég vék aðeins frá því sem enskan mælir með um röðun tilvitnana á þemasíðum, því mér finnst miklu eðlilegra að raða í stafrófsröð eftir höfundum heldur en upphafsorði tilvitnananna. Ensku viðmiðin eru líka enn í þróun og okkar viðmið eru það að sjálfsögðu líka. Við þurfum auðvitað ekki að fylgja enskunni í einu og öllu. --Cessator 02:05, 1 júlí 2007 (UTC)

En ef höfundurinn er alltaf sá sami? Hvaða röð á þá að velja? --Steinninn 00:53, 4 júlí 2007 (UTC)
Ég veit það ekki. Einhverjar hugmyndir? --Cessator 02:09, 4 júlí 2007 (UTC)
Ætli þær megi ekki vera í stafrófsröð eða kannski skiptir það ekki miklu máli fyrr en þær eru orðnar mjög margar, en þá er hægt að búa til undirkafla og reyna að hafa tilvitnanir um svipað efni saman. --Cessator 04:05, 4 júlí 2007 (UTC)
Kannski geta þær verið í tímaröð ef því verður við komið. --Cessator 21:06, 14 júlí 2007 (UTC)

Tenglar[breyta]

Ég skil ekki þessa síðustu breytingu. Það var viljandi gert að kenna nýliðum að gera tengla þar sem einungis sést heitið á tenglinum. Eða er ég að missa af einhverju? --Cessator 20:34, 3 júlí 2007 (UTC)

Þetta er einfaldlega auðveldari leið. Með því að skilja hægri hliðina auða þá er sjálfkrafa fyllt í eiðurnar. Prufaðu. --Steinninn 20:46, 3 júlí 2007 (UTC)