Fara í innihald

Ludwig Wittgenstein

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Ludwig Wittgenstein (1929)

Ludwig Wittgenstein (1889 – 1951) var austurrískur heimspekingur.

Tilvitnanir[breyta]

  • Sannleikur staðhæfingar sem byggir á reynslu veltur á tilvísunarramma okkar.“
  • „Í vissum skilningi getur maður ekki farið of varlega í meðhöndlun heimspekilegra mistaka, í þeim felst svo mikill sannleikur.“
  • „Svona ættu heimspekingar að heilsast: „Taktu þér þinn tíma!““
  • „Takmörk tungumáls míns eru takmörk veraldar minnar.“
Í Tractatus Logico-Philosophicus.

Um þekkingu[breyta]

Tilvitnanir um þekkingu:

  • „Barnið lærir með því að trúa þeim fullorðna. Efinn kemur á eftir trúnni.“
Í Um fullvissu
  • „Það sem ég veit, því trúi ég.“
Í Um fullvissu
  • „Ég sit úti í garði með heimspekingi; hann segir hvað eftir annað ‚Ég veit að þetta er tré‘ og bendir á tré sem er nálægt okkur. Einhver annar kemur til okkar og heyrir þetta. Ég segi honum: ‚Þessi maður er ekki klikkaður. Við erum bara að stunda heimspeki.‘“
Í Um fullvissu
  • „Gæti einhver skilið orðið ‚sársauki‘ sem ekki hefði fundið til sársauka? - Kennir reynslan mér að svona sé því farið eða ekki? - Og ef við segjum ‚Maður gæti ekki ímyndað sér sársauka án þess að hafa fundið til einhvern tímann‘ — hvernig myndum við vita það? Hvernig fæst úr því skorið hvort það sé satt eða ekki?“
  • „Við sjáum bara ekki hversu sérhæfð notkun orðanna ‚Ég veit‘ er.“
Í Um fullvissu
  • „Því ‚Ég veit‘ virðist lýsa stöðu mála sem tryggir það sem er vitað, tryggir að það er staðreynd. Maður gleymir alltaf orðunum „Ég taldi mig ‚vita‘.“
Í Um fullvissu

Tenglar[breyta]