Fara í innihald

Wikivitnun:Velkomnir nýherjar

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Velkomin á Wikivitnun, frjálst tilvitnanasafn sem fólk eins og þú hefur tekið saman. Þú getur nýskráð þig og auðkennt með notandanafni með því að fara á þessa síðu

Á Wikivitnun getur þú gert þrennt: þú getur lesið, þú getur breytt og þú getur bætt við efni.

Sumt á ekki heima á Wikivitnun, en fyrir utan það er allt framlag vel þegið.

Að lesa[breyta]

Það er einfalt að lesa Wikivitnun. Á forsíðunni geturðu fundið efni sem þér líst vel á, smellt á tengilinn og byrjað að vafra um Wikiquote. Það er einnig leitarbox ofarlega til vinstri á hverri síðu og þar geturðu slegið inn efnisorði sem þú vilt finna.

Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að geturðu spurt um það í pottinum (spjallsvæðinu okkar) eða bætt því á listann yfir beiðnir.

Ef þú hefur spurningu um hvernig Wikiquote virkar er ágætt að byrja á að skoða algengar spurningar. Ef þú fnnur ekki svarið þar, þá er hægt að spyrja í pottinum.

Að breyta[breyta]

Allir geta breytt síðum Wikivitnunar, þ.á m. þessari — smelltu bara á Breyta flipann efst á síðunni og þá geturðu breytt síðunni. Þú þarft ekki einu sinni að vera innskráð/ur.

Það er einfalt að byrja með því að nota Wikiquote eins og hvert annað uppflettirit en þegar þú sérð eitthvað sem betur má fara — t.d. innsláttarvillu eða stafsetningarvillu — leiðréttu hana þá. Vertu djarfur — ef þú kemur auga á eitthvað sem betur má fara, lagfærðu það þá.

Að bæta við efni[breyta]

Við erum þakklát fyrir allar leiðréttingar þínar en við viljum gjarnan njóta þekkingar þinnar líka. Þú getur byrjað nýja síðu eða bætt við nýjum köflum á síður sem eru þegar til. Hafðu ekki áhyggjur af því að gera mistök; allir gera mistök en ef þú gerir mistök hér, þá getur þú eða einhver annar leiðrétt þau seinna. Það er líka hgt að taka breytingar til baka og vista eldri útgáfur af síðum.

Athugaðu þó að aðrir munu líklega gera breytingar á því efni sem þú bætir við. Allt efni á Wikiquote telst fala undir GNU frjálsa handbókarleyfið (GFDL). GFDL tryggir að Wikivitnun verði áfram frjálst um ókomna framtíð. Ekki setja inn efni sem er háð höfundarétti.

Á Wikivitnun gilda nokkrar reglur og viðmið sem við ráðleggjum öllum að kynna sér.

Góða skemmtun!

Tengt efni[breyta]

Hér eru fáeinir tenglar á síður með meira kynningarefni og upplýsingum:

Almennar upplýsingar, leiðbeiningar og hjálp[breyta]

Fyrir þátttakendur á svipuðum verkefnum[breyta]

Wikivitnunar-samfélagið[breyta]