Fara í innihald

Wikivitnun:Algengar spurningar

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Flýtileið:
WQ:AS

Algengar spurningar á Wikivitnun.

Að finna tilvitnanir[breyta]

Spurning: Hvernig finn ég tiltekna tilvitnun?

Svar: Leitarboxið (til vinstri á öllum síðum Wikivitnunar) hefur bæði „Áfram“-hnapp, til að finna grein, og „Leitar“-hnapp, til að leita að texta inni í greinum. Skrifaðu inn tilvitnunina í leitarboxið og smelltu á leitarhnappinn. Þá ættirðu að fá upp lista af greinum sem innihalda það sem kemst næst tilvituninni. Smelltu á greinarnar og notaðu leitarmöguleikann í vafranum þínum til að finna tilvitnunina á síðunni.
Þú getur einnig notað venjulegar leitarvélar, eins og Google til að finna tilvitnanir á Wikiquote einfaldlega með því að hafa orðið „wikiquote“ með í leitinni. (Margar síður aðrar en Wikiquote munu að líkindum birtast en við mælum auðvitað með að þú notir Wikiquote.) Ef þú notar Google-leitarvélina geturðu skrifað „site:wikiquote.org“ í leitarboxið ásamt tilvitnuninni sm þú vilt finna og þá koma einungis Wikiquote síður í leitarniðurstöðunni.

Ný grein[breyta]

Spurning: Hvernig bæti ég við nýrri grein? Til dæmis tilvitnunum í fólk sem hefur ekki grein um sig á Wikivitnun nú þegar.

Svar: Um þetta eru til haldgóðar leiðbeiningar á síðunni Hjálp:Að byrja nýja síðu.

Tilvitnanir á netinu[breyta]

Spurning: Er í lagi að bæta við tilvitnunum sem maður hefur rekist á á netinu og óljóst er um höfund?

Svar: Já, þær ættu þá að vera eignaðar óþekktum höfundi en við mælum eindregið með því að þú leitir að höfundi tilvitnunarinnar til að athuga hvort þú getir eignað hana einhverjum.

Tilvitnanir í nágranna þinn[breyta]

Spurning: Hvað með tilvitnanir í fólk sem er ekki frægt? Ef nágranni minn, Jói, segir eitthvað merkilegt, má ég þá setja það hingað og eigna honum tilvitnunina?

Svar: Sennilega ekki ef nágranni þinn er ekki markverður náungi. Ef til vill er heppilegra að þú safnir slíkum tilvitnunum saman á notandasíðu þína.

Skemmdarverk[breyta]

Spurning: Er hægt að benda á skemmdarverk einhvers staðar á Wikivitnun? Og hvað er hægt að gera til að sporna við skemmdarverkum?

Svar: Hver sem er getur lagfært augljós skemmdarverk með því að fara í breytingaskrána og vista eldri útgáfu af síðunni. Við mælum þó ekki með þessu ef skemmdarverkið er ekki nýjasta útgáfa síðunnar því með þessu verða teknar aftur allar breytingar frá útgáfunni sem vistuð er, líka gagnlegar breytingar ef einhverjar eru. Ef þú telur að þörf sé á því að vernda tiltekna síðu eða banna tiltekinn notanda má vekja athygli á því í pottinum eða á spjallsíðu einhvers möppudýrs.

Hugtök[breyta]

Spurning: Hvað þýða öll þessi skrítnu hugtök, eins og nafnrými og möppudýr?

Svar: Wikivitnun og önnur Wikimedia-verkefni nota ýmis hugtök sem óinnvígðum gætu þótt skrítin eða framandi. Blessunarlega er til hugtakaskrá en auk þess er alltaf hægt að spyrja aðra notendur á spjallsíðum þeirra eða í pottinum.

Ranglega eignaðar tilvitnanir[breyta]

Spurning: Ég rakst á tilvitnun sem oft er eignuð höfundi x en ranglega þó; ætti ég að fjarlægja hana?

Svar: Nei, ekki gera það! Færðu tilvitnunina heldur í sérstakan kafla með tiltlinum „Ranglega eignaðar tilvitnanir“. Þannig verður greinin ekki aðeins heimild um réttar tilvitnanir heldur einnig hvaða tilvitnanir eru ranglega eignaðar höfundinum. Þetta á auðvitað einungis við þegar mjög algengt er að viðkomandi höfundi sé eignuð tilvitnunin.

Afritun efnis á Wikivitnun[breyta]

Spurning: Má ég nota efni af Wikiquote á heimasíðu minni? En í viðskiptum?

Svar: Wikivitnun byggir á GNU frjálsa handbókarleyfinu (GFDL), líkt og önnur systurverkefni gera einnig. Það er leyfilegt að afrita og nota efni af Wikivitnun svo lengi sem það er áfram leyfilegt að afrita og nota efnið og upprunans er getið (venjulega með tengli á Wikiquote). Sjá einnig „höfundaréttur“.

Aðgangsorð[breyta]

Spurning: Ég gleymdi aðgangsorði mínu. Get ég fengið það aftur?

Svar: Ef þú gafst upp tölvupóstfang þegar þú skráðir þig geturðu látið senda þér nýtt aðgangsorð í tölvupósti með því að smella á hnappinn „senda nýtt lykilorð með tölvupósti“ á innskráningarsíðunni.
Annars geturðu búið til nýjan aðgang með nýju aðgangsorði.

Hver get ég spurt spurninga?[breyta]

Spurning: Spurningu minni er ekki svarað hér. Hvar get ég spurt?

Svar: Ef þú hefur spurningu um Wikivitnun sem ekki er svarað hér geturðu spurt hennar í pottinum.