Fara í innihald

Sannleikur

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Walter Seymour Allward, Veritas, 1920

Sannleikur er heimspekilegt hugtak, sem gegnir mikilvægu hlutverki í málspeki og þekkingarfræði.

Tilvitnanir

[breyta]
 • „Það heila er hið ósanna.“
Theodor W. Adorno
 • „Að segja um það sem er, að það sé, eða það sem er ekki, að það sé ekki, er satt.“
Aristóteles, Frumspekin (4. bók)
 • „Þegar við snúum okkur að greiningu á sannleikanum, þá sjáum við að í öllum setningum á forminu ‚p er sönn‘ er orðasambandið ‚er sönn‘ rökfræðilega álög. Þegar maður segir til dæmis að staðhæfingin ‚Anna drottning er látin‘ sé sönn, þá er maður einungis að segja að Anna drottning sé látin. Og eins þegar maður segir að staðhæfingin ‚Oxford er höfuðborg Englands‘ sé ósönn, þá er maður einungis að segja að Oxford sé ekki höfuðborg Englands. Að segja að staðhæfing sé sönn er því einungis að halda henni fram, og að segja að hún sé ósönn er aðeins að halda fram hinu gagnstæða. Þetta gefur til kynna að orðin ‚satt‘ og ‚ósatt‘ hafi enga aukamerkingu heldur hafi þau einfaldlega það hlutverk í setningum að gefa til kynna að maður fallist á eitthvað eða hafni því. Og í þeim skilningi er ekkert vit í að biðja okkur um að greina ‚sannleikshugtakið‘.“
Alfred Jules Ayer, í Language, Truth and Logic.
 • „Afstæðishyggja um sannleikann er ef till vill ávallt einkenni um smit af völdum þekkingarfræðivírussins.“
Donald Davidson
 • „Við höfum áhuga á sannleikshugtakinu einungis vegna þess að það eru til raunverulegir hlutir og stöður mála í heiminum sem það á við um: yrðingar, skoðanir, áletranir. Ef við skildum ekki hvað það felur í sér að slíkir hlutir séu sannir, þá gætum við ekki lýst inntaki þessara staða mála, hluta og atburða. Auk formlegrar kenningar um sannleikan verðum við því að gera grein fyrir því hvernig eigi að segja um þessi fyrirbæri reynslu okkar að þau séu sönn.“
Donald Davidson
 • „Þegar ég nú skynja ekki skýrt og greinilega hver sannleikurinn er, geri ég ljóslega rétt og læt ekki blekkjast ef ég tek enga afstöðu. En ef ég játa eða neita misnota ég sjálfræði mitt. Ef ég tek ranga afstöðu skjátlast mér auðvitað, en ef ég tek hina trúi ég sannleikanum af tilviljun sem er ámælisvert.“
René Descartes, úr Hugleiðingum um frumspeki (þýð. Þorsteins Gylfasonar).
 • „Enginn guð er sannleikanum æðri.“
Mahatma Gandhi
 • „Það heila er hið sanna.“
G.W.F. Hegel
 • „Við getum haldið í samsvörunarhugmynd um sannleikann og hefðbundna rökfræði án þess að gera ráð fyrir nákvæmri samsvörun máls og veruleika og jafnvel án þess að gera ráð fyrir því að það sem setningar málsins fjalla um sé til, eins og í tilviki sjóorrustu sem gæti átt sér stað á morgun.“
Ólafur Páll Jónsson
 • „Sannleikur er eitt og réttlætt skoðun er annað. Við getum öðlast skýrari sýn og notið hins sæta einfaldleika tvígildisrökfræðinnar ef við gefum greinarmuninum gaum.“
Willard Van Orman Quine, í Pursuit of Truth
 • „Réttlæti er höfuðkostur á stofnunum samfélags, eins og sannleikurinn er á kenningum. Það er sama hversu fögur og nýtileg kenning er: ef hún er ósönn verður að breyta henni eða hafna. Eins er um stjórnarskrár og stofnanir. Það er sama hversu haganlega þeim er fyrir komið, og hversu gagnlegar þær eru: ef þær eru ranglátar verður að breyta þeim eða bylta.“
John Rawls, Kenning um réttlæti (þýð. Þorsteins Gylfasonar).
 • „[...] heimspekilegar spurningar [...] hafa tilhneigingu til að vera það sem ég kalla ‚rammaspurningar‘. það er að segja, þær hafa tilhneigingu til að varða rammann utan um líf okkar fremur en tiltekna hluti innan rammans. Spurningin ‚Nákvæmlega hver er orsök alnæmis?‘ er til dæmis ekki heimspekileg spurning, en spurningin ‚Hvert er eðli orsakavensla?‘ er spurning af því tagi. Fyrri spurningin er rannsökuð innan ramma þar sem gengið er að orsakavenslum vísum. Heimspekingurinn rannsakar þennan ramma. Spurningin ‚Er það sem Clinton segir raunverulega satt?‘ er aftur ekki heimspekileg spurning. En spurningin ‚Hvað er sannleikur?‘ liggur í kjarna heimspekinnar.“
John R. Searle, í Mind, Language and Society: Philosophy in the Real World
 • „Nú á dögum eru til menn sem eru ekki færir um að greina á milli sannleika og þess síðasta sem þeir lásu.“
Oscar Wilde
 • „Sannleikur staðhæfingar sem byggir á reynslu veltur á tilvísunarramma okkar.“
Ludwig Wittgenstein
 • „Í vissum skilningi getur maður ekki farið of varlega í meðhöndlun heimspekilegra mistaka, í þeim felst svo mikill sannleikur.“
Ludwig Wittgenstein
 • „[...] sannleikurinn er sá sem við kennum börnum að segja, og sá sem við viljum að standi í fréttablöðum og skólabókum. Kannski þarf hugtakið engrar frekari skýringar við.“
Þorsteinn Gylfason

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um