Fara í innihald

Siðferði

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Tilvitnanir um siðferði.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „[A]thöfn sem unnin er af skyldu sækir siðferðisgildi sitt ekki í það markmið sem á að ná með henni heldur er það að finna í lífsreglunni sem fylgt er þegar athöfn er ákveðin; siðferðisgildið veltur þess vegna ekki á árangri athafnarinnar heldur einungis á meginreglu viljans sem athöfnin ræðst af, án nokkurs tillits til þess sem mann langar að gera.“
Immanuel Kant, Grundlegung zur Metaphysik der Sitten (Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni) (þýð. Guðm. Heiðars Frímannssonar).
  • „[...] með tilliti til siðferðilegra lögmála er reynslan hins vegar (því miður!) móðir blekkingarinnar, og það er í hæsta máta ámælisvert að draga lögmálin um það, hvað ég á að gera, af því, hvað er gert, eða vilja binda þau við hið síðarnefnda.“
Immanuel Kant, Gagnrýni hreinnar skynsemi
  • „Þess er rétt að geta að við rökfærslu mína hafna ég hverri stoð, sem reisa mætti á hugmynd um æðra réttlæti, óháð allri nytsemi. Ég tel nytsemina grundvöll alls siðferðis, hinn endanlega mælikvarða góðs og ills. En þar á ég við nytsemi í víðustu merkingu, grundvallaða á varanlegum hagsmunum mannsins á þroskabraut hans.“
John Stuart Mill, Felsið
  • „Það eru alls engin siðferðileg fyrirbæri til — heldur aðeins siðferðileg túlkun fyrirbæra [...]“
Friedrich Nietzsche
  • „Ég held að fyrir mörgu fólki séu trúarbrögðin eins konar siðferðilegt viagra.“
„Atheism Tapes, part 6“, heimildarmynd á BBC eftir Richard Denton, tekin upp 2003, sýnd 2004