Fara í innihald

Egill Helgason

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Egill Helgason er íslenskur fjölmiðlamaður.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Ég hef talið — sem kristinn maður — að engin ástæða sé til að einn söfnuður öðrum fremur hafi stöðuna þjóðkirkja. Ég held að megi færa rök fyrir því að kirkjan styrkist trúar- og kenningalega séð ef hún hefur ekki lengur þjóðkirkjustatusinn að rogast með. Hún gæti til dæmis svarað betur fyrir sig.“
23. desember 2007
  • „Ef eitthvað starf er verulega mannskemmandi þá er það einmitt að vera aðstoðarmaður ráðherra — að þurfa að vera stanslaust á paranojuvaktinni fyrir ráðherrann. Að vera svo nálægt valdinu en vera samt í rauninni í lélegri stöðu sjálfur — að vera algjörlega háður ráðherranum, duttlungum hans og áhyggjum.“
23. desember 2007
  • „Hví er það í umræðum síðustu daga um kristni í skólum að maður heyrir fólk aðeins verja kristnina á þeim forsendum að hún sé góð til síns brúks — að kristið siðferði hafi dugað okkur vel? En sama og enginn heldur því fram að við eigum að halda kristninni á lofti vegna þess að hún sé sannleikurinn. Er það kannski vegna þess að kirkjan sjálf trúir því ekki lengur? Þetta snýst orðið meira um almennt velsæmi en bókstaf trúarinnar. Sem er kannski ágætt. En óneitanlega nokkurt undanhald.“
17. desember 2007
  • Hryðjuverk eru ekki vandamál á Íslandi. Það er engin erlend þjóð sem ógnar okkur. Það er alveg sama hvað verður fabúlerað í hættumatsnefnd — það verður aldrei hægt að komast að annarri niðurstöðu en þessari.“
16. desember 2007
  • „Eitt er að vera ósammála um markmið og leiðir í lífinu. Annað að velja þeim sem eru á öðru máli en maður sjálfur verstu nöfn og ætla þeim hinar ljótustu hvatir. Það verð ég að segja að mér ofbýður gjörsamlega óhróðurinn sem dynur á femínistum og ónefnin sem þeim eru valin í bloggheimum. Er ekki allt í lagi hjá þeim sem láta svona? Hví þessi mikla heift?“
6. desember 2007
  • „Af áratug í Silfri Egils hef ég lært að þeir sem er ekki sammála manni er ekki ekki endilega vitlausir, óupplýstir eða illa innrættir — þeir hafa bara aðra skoðun. Og kunna jafnvel stundum að hafa rétt fyrir sér.“
6. nóvember 2007
  • „Nú er látið eins og Ólafur F. Magnússon sé fórnarlamb. Sjálfur kemur hann í blaðaviðtöl og kvartar og kveinar undan einhverri meðferð sem hann á að hafa fengið. Við hverju bjuggust menn? Að hann gæti sprengt samstarf við fyrrum félaga sína á stuttu síðdegi og allir færu að hrópa húrra?“
26. janúar 2008 um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
  • „Ég hef enga trú á að málarekstur fjölskyldu Jónínu Bjartmarz gegn Kastljósinu skili árangri. Spurningarnar sem var varpað fram í Kastljósinu voru fyllilega réttmætar; það fengust heldur aldrei nein almennileg svör við því hvers vegna þessi tiltekna unga kona fékk sérmeðferð.“
15. febrúar 2008
  • „Ég ætla að gera þá játningu að mér þykir Morgunblaðið vera besta blað á Íslandi. Það er engan veginn gallalaust, en á fréttasviðinu hefur það algjöra yfirburði yfir fríblöðin og enginn keppir við hina víðfemu menningarumfjöllun í Mogganum.“
18. febrúar 2008
  • „Kannski er óhjákvæmilegt að Kosovo verði sjálfstætt ríki. En ég get ekki séð að það sé neitt fagnaðarefni — ekki frekar en þegar Júgóslavía liðaðist í sundur — eða að sé nein ástæða til að vera fremst í röðinni að viðurkenna sjálfstæðið.“
18. febrúar 2008
  • „Ætli Guð hafi sömu skoðun á virkjunarmálum nú og þegar Biblían var skrifuð? Hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur af því þó land færi vatn í þá daga.“
18. febrúar 2008
  • „Um þessar mundir er íslam uppivöðslusömustu trúarbrögðin. Innan þess er kúgunin mest og ofbeldið. Það væri óskandi að íslam gæti eignast sinn Bunuel – einhvern sem gæti hafist handa við að afhelga draslið. Það tekur langan tíma, er ábyggilega lífshættulegt, en nauðsynlegt.“
27. febrúar 2008
  • „Annars eru háskólar mjög sérkennilegar stofnanir. Líklega er hvergi að finna jafn miklar gróðrarstíur öfundar, illmælgi og beiskju. Sumir segja að eini vettvangurinn sem jafnist við þetta séu ef til vill leikhúsin.“
5. apríl 2008
  • „Sú hugmynd að trúin eigi að vera undanþegin gríni og gagnrýni — vegna þess að trúakenndir séu á einhvern hátt sambærilegar við kynhneigð eða kynþátt — byggir á massífum misskilningi. Stundum virkar þetta reyndar helst eins og skálkaskjól. Hvar eigum við líka að draga mörkin? Má tala óvirðulega um mormóna? Má gagnrýna Vísindakirkjuna — eða er hún ekki ofsóttur minnihluti? Má segja frá því að Múhammeð kvæntist níu ára stúlku og sagði að trú skyldi boðuð með sverði?“
29. maí 2008
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forseætisráðherra, 1. febrúar 2009
  • „En ef frjálshyggja var ekki vandamálið, ja, þá hljóta það að vera frjálshyggjumennirnir.“
Um ástæður efnahagskreppunnar á Íslandi 2008-2009, 6. febrúar 2009

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um