Fara í innihald

Mark Twain

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Mark Twain (1907)

Mark Twain (30. nóvember 1835 – 21. apríl 1910) var bandarískur rithöfundur og blaðamaður.

Tilvitnanir[breyta]

  • „Sögusagnir af andláti mínu eru ýkjur.“
  • Enska: The report of my death was an exaggeration. (Stundum: rumoursof my death have been greatly exaggerated.)
Að sögn R. Ken Rasmussen í The Quotable Mark Twain (1998) er áreiðanlegasta heimildin fyrir tilvitnunni athugasemd sem Twain ritaði blaðamanni í London sem var á þessa leið: „James Ross Clemens, a cousin of mine, was seriously ill two or three weeks ago in London, but it well now. The report of my illness grew out of his illness; the report of my death was an exaggeration.“ Frank Marshall White greindi frá þessu í „Mark Twain as a Newspaper Reporter“ í Outlook 14. desember 1910.
  • „Fjárskortur er rót alls ills.“
  • Enska: The lack of money is the root of all evil.
Merle Johnson, More Maxims of Mark (1927).
  • „Fötin skapa manninn. Nakið fólk hefur lítil sem engin áhrif á samfélagið.“
  • Enska: Clothes make the man. Naked people have little or no influence on society.
Merle Johnson, More Maxims of Mark (1927).
  • „Ég óttast ekki dauðann. Ég var dauður í marga milljarða ára áður en ég fæddist og hafði ekki hið minnsta ónæði af því.“
  • Enska: I do not fear death. I had been dead for billions and billions of years before I was born, and had not suffered the slightest inconvenience from it.
Hjá Richard Dawkins (2006). „A Much Needed Gap?“ í The God Delusion bls. 354.
  • „Frakkland hefur hvorki vetur né sumar né siðferði. Að þessum göllum undanskildum er þetta prýðilegt land.“
  • Enska: France has neither winter nor summer nor morals. Apart from these drawbacks it is a fine country.
Mark Twain's Notebook (1935).

Tenglar[breyta]

Wikipedia hefur grein um