Össur Skarphéðinsson
Útlit
Össur Skarphéðinsson (fæddur 19. júní 1953) er iðnaðarráðherra og þingmaður fyrir Samfylkinguna.
Tilvitnanir
[breyta]- „Byltingin étur börnin sín. Það sannast á Gísla Marteini. Hann var í lykilstöðu þegar hann hóf byltinguna gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni.“
- skrifaði Össur á bloggsíðu sinni 20. febrúar 2008
- „Hillary er ódrepandi töffari.“
- skrifaði Össur á bloggsíðu sinni 23. febrúar 2008
- „Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera. Og leit á símann minn í fötunum áður en ég fór í gufuna og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér.“
- frásögn Össurar af atburðarásinni skömmu fyrir fall Glitnis í september 2008, í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem kom út 12. apríl 2010
- „Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.“
- frásögn Össurar af atburðarásinni skömmu fyrir efnahagshrunið á Íslandi í október 2008, í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem kom út 12. apríl 2010