Wikivitnun:Potturinn/Eldri umræður

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Jump to navigation Jump to search

Request for Logo-Change[breyta]

[is-0] Hi there! Is there any admin, that can replace the commons' logo used in Melding:Sharedupload/iz and Melding:Sharedupload into Image:commons-logo.svg? The other logo has to be deleted, and it'd be wonderful, if anyone could do that. 217.225.73.18 18. febrúar 2006 kl. 07:36 (UTC)

Fixed. --Stalfur 20. febrúar 2006 kl. 13:15 (UTC)
Thank you! 217.225.127.245 21. febrúar 2006 kl. 19:14 (UTC)

Potturinn[breyta]

Spurning hvort líðandi stund ætti ekki að heita potturinn eins og á Wikipediu. Hvað finnst fólki? --Cessator 04:34, 25 júní 2007 (UTC)

Sammála því. Flókið að hafa þetta mismunandi eftir systurverkefnum. Kanski hægt að skoða hin verkefnin og breyta þar líka. --Steinninn 17:09, 26 júní 2007 (UTC)
Ágæt hugmynd. --Cessator 03:22, 27 júní 2007 (UTC)

Nafnrými[breyta]

Spurning líka um að koma líðandi stund/pottinum fyrir í wikiquote nafnrými. --Cessator 04:35, 25 júní 2007 (UTC)

Wikiquote:Potturinn, Ætti ekki að vera flókið að færa þetta. --Steinninn 17:09, 26 júní 2007 (UTC)
Vandinn er sá að tengillinn í flakkinu vill alltaf heita líðandi stund (stundum líka á Wikipediu). --Cessator 17:22, 26 júní 2007 (UTC)
Lagað. Í bili allavega, þetta er oft með einhverja stæla. --Biekko 17:25, 26 júní 2007 (UTC)

Enska vs. íslenska[breyta]

Ég tók eftir að á Fylkið er allt á ensku en sumar aðrar tilvitnanir sem eru greinilega ekki upprunalega á íslensku hafa verið þýddar. Eru eitthverjar reglur um hvort það eigi að hafa þetta á upprunalegu málinu eða þýða það? --Steinninn 17:09, 26 júní 2007 (UTC)

Ég átta mig í fljótu bragði ekki á því hversvegna það ættu að vera tilvitnanir á ensku á íslenska Wikiquote, það er nú einu sinni ensk útgáfa til líka. Það er hinsvegar spurning með þýðingar, ætli það sé eðlilegt að notendur taki það sjálfir að sér að þýða tilvitnanir eða þarf þýðingin sjálf að hafa verið gefin út? Semsagt, gildir reglan um engar frumrannsóknir á wikiquote? --Biekko 17:14, 26 júní 2007 (UTC)
Og hvort ný þýðing teljist þá vera frumrannsókn (sennilega væri það þannig). Þá er e.t.v. aðeins um frumrannsóknir hérna. Ég er annars sammála því að það sé eðlilegt að tilvitnanir hér séu á íslensku. Samt rakst ég á einhverja umfjöllun á ensku wikiquote um að það ætti að stilla í hóf tilvitnunum á erlendum málum. Kannski mætti temja sér þá venju að hafa ekki neitt á útlensku nema þýðing fylgi alla vega með. --Cessator 17:27, 26 júní 2007 (UTC)
Á en: sýnist mér í fljótu bragði að þýðingar notenda séu ekki velkomnar vegna reglunnar um frumrannskókn. Þess vegna legg ég til að við höfum reglu um að allar stórar þýðingar verði að hafa bæði upprunalegu (skáletruð) og þýddu tilvitnunina, og upplýsingar um hvaðan þýðingin er fengin. Þá mundi þetta líta eitthvernvegin svona út:
* ''Upprunaleg tilvitnun''
** Þýðing: Íslensk þýðing<ref name="anyname" />Author and source</ref>
Stórar þýðingar er ansi þokukennt. Ég tek bara til dæmi að í mörgum íslenskum kvikmyndum koma ör fá orð á ensku, og sjaldan þýdd. Eigum við ekki að leyfa það? --Steinninn 02:20, 30 júní 2007 (UTC)
Jú, erlend orð í tilvitnun úr íslenskri kvikmynd, svo dæmi sé tekið, hljóta að vera leyfð; slettan er beinlínis hluti af tilvitnunni. Ég er ekki alveg viss um að þýðing þurfi að teljast frumrannsókn, þótt hún geti gert það. Á Wikipediu telst það til dæmis ekki vera frumrannsókn að þýða grein af einu tungumáli og setja á Wikipediu á öðru máli. Í slíkri grein gætu verið beinar tilvitnanir og þegar þær hafa verið þýddar teljast þær enn ekki vera frumrannsóknir. Til dæmis: Grein um stjónmál sem er þýdd úr þýsku og sett á ensku Wikipediu telst ekki vera frumrannsókn og ekki heldur þótt í greininni sé e.t.v. bein tilvitnun í Karl Marx eða Immanuel Kant. Það er svo annað mál að enska Wikiquote hefur ákveðið fyrir sitt leyti að þiggja ekki þýðingar á tilvitnunum nema þær hafi áður birst einhvers staðar áður, t.d. á prenti. Enskan á auðvelt með það að takmarka sig þannig. Við myndum hins vegar græða á að fá nokkrar þýðingar. Og fyrst Wikipedia telur þýðingu ekki vera frumrannsókn, þá held ég að við ættum að leyfa þýðingar hér a.m.k. enn um sinn, enda eru þetta yfirleitt stuttir textar sem hafa ekkert sjálfstætt listrænt gildi; og einkum ef ekki er til aðgengileg og auðfáanleg íslensk þýðing á prenti en ef íslensk þýðing er auðfáanleg (t.d. Ríkið eftir Platon eða Um sálgreiningu eftir Freud, tala nú ekki um Biblíuna og þess háttar nokkuð) ættum við að halda okkur bara við hana. Þannig yrði þetta kannski matsatriði stundum en samt er býsna praktískt að loka ekki alveg á þýðingar og ef þýðingin hefur ekkert sjálfstætt listrænt gildi, þá er ekki auðvelt að sjá hvernig frumrannsóknarhættan steðjar að. --Cessator 00:41, 1 júlí 2007 (UTC)
Það er rétt, við getum ekki alltaf gert það sem en: gerir, það er bara stundum ekki raunhæft. Mér fannst gott dæmi um Biblíuna. Þá væri best að taka fram hvaða þýðing á Biblíunni er verið að taka úr (þær eru margar), og með útlenskar kvikmyndir þá ætti að koma fram ef stuðst hefur verið við undirtexta og svo framvegis. Og ég legg aftur áherslu á að mér finnst frumtextinn verður að filgja með. --Steinninn 14:52, 1 júlí 2007 (UTC)

Síðufjöldi[breyta]

Ef farið er á forsíðuna má sjá að fjöldi síðna er nú 23 en ef smellt er á nýjar síður telur kerfið 27. Að vísu er líðandi stund (sem núna er tilvísun á Pottinn) og Forsíðan með. En samt passar þetta ekki alveg. Kann einhver skýringu á þessu? --Cessator 03:29, 27 júní 2007 (UTC)

Skv. þessu eru 30 síður í aðalnafnrýminu en tilvísanir eru innifaldar í því. Mig rámar í að hafa einhversstaðar lesið það að greinateljarinn telji aðeins þær síður sem eru í aðalnafnrýminu og innihalda textastrenginn "[[", þær verða semsagt að hafa allavega einn tengil til þess að teljast grein. Það gæti passað að þegar tilvísanir og greinar án tengla eru dregnar frá þessum 30 síðum séu 23 eftir. --Biekko 03:57, 27 júní 2007 (UTC)
Hér er þetta: The automatic definition used by the software at Special:Statistics is: any page that is in the article namespace, is not a redirect page and contains at least one wiki link. --Biekko 04:02, 27 júní 2007 (UTC)
Það er það sem ég hélt, en ég fékk samt ekki 27 greinar (skv. nýjum síðum) til að passa við 23 sem forsíðan gefur upp, þótt ég drægi frá eina eða tvær sem hefðu getað verið undanskildar. Á Wikipediu hefur „nýjar síður“-síðan og teljarinn á forsíðunni verið meira í takt. --Cessator 04:08, 27 júní 2007 (UTC)
Það vantar bara tengla í helling af síðum, það er nú málið. --Cessator 04:14, 27 júní 2007 (UTC)

Flakkið dettur[breyta]

Í hvert sinn sem ég er að breyta eða forskoða eitthvað (eins og núna) þá dettur meirihlutinn af vinstri valröndinni (flakk, leita, verkfæri, á öðrum tungumálum) niður. Eina sem er eftir í hæfilegri hæð er logoið Mynd:Wiki.png. Ég tók líka eftir þessu á wiktionary svo að kanski þarf að tala við bugzilla. Hefur eitthver annar tekið eftir þessu. Prufaði þetta bæði í Safari og Firefox. --Steinninn 07:49, 27 júní 2007 (UTC)

Þetta virðist af öllum líkindum vera komið í lag. Ef eitthver tekur eftir að þetta gerist aftur, látið vita. --81.15.51.66 00:09, 15 júlí 2007 (UTC)