Fara í innihald

Wikivitnun:Deilumál

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Flýtileið:
WQ:DM

Þar sem Wikiquote er samstarfsverkefni má gera ráð fyrir að deilumál komi upp. Eftirfarandi texta má lesa sem fræðsluefni eða leiðbeiningar til að aðstoða við að útkljá deilumál.

Almenn hegðun

  • Notaðu undirskriftina þína í umræðum (ritaðu --~~~~ á eftir skilaboðunum).
  • Forðastu blótsyrði.
  • Engar ærumeiðingar.
  • Ekki standa í hótunum.
  • Taktu ábyrgð.
  • Sýndu nýgræðingum sérstaka þolinmæði.

Fyrstu skrefin

Broskallar hafa hingað til ekki drepið neinn! Þeir geta komið í veg fyrir að fólk misskilji þig og eru merki um góðvilja.

Fyrst er best að hafa samband við notenda sem þú ert ósammála, ef þeir eru fleiri en einn er sniðugt að nota spjallsíðu greinarinnar sem um ræðir og láta þá sem tengjast málinu vita af umræðunni. Mundu að álykta ekkert um ásetning þeirra sem þú deilir við, komdu þínum sjónarmiðum á framfæri og ekki fela tilfinningar þínar til málsins. Útskýrðu hvað það er sem þú ert ósáttur við og af hverju, bjóddu upp á hugsanlegar málamiðlanir og spurðu spurninga til að kanna sjónarhól viðmælenda þinna. Reyndu að forðast kaldhæðni þótt svo að hún sé hugsuð sem grín, hún gæti verkað þveröfugt og fært umræðuna á lægra plan.

Forðist að gera frekari stórfenglegar breytingar á umræddri grein eða að taka aftur breytingar notenda, það kann að gera illt verra, betra væri að laga til það sem við var bætt. Það er sniðugt að minna viðmælendur þína á þetta einnig. Ef til þess kemur er hægt að setja deilumáls–sniðið á greinina. Allir ættu að virða umræðuna til að forðast vandræði.

Spurningar eru sérstaklega mikilvægar, í stað þess að svara strax með mótrökum getur verið gott að spyrja spurninga til þess að skilja betur hvað viðmælandi þinn er að fara, byrjaðu á því að skilja viðmælanda þinn og þá áttu auðveldara með að útskýra þín afstöðu.

Þegar deilumál verða flókin

Það gæti vel verið að báðar hliðar málsins séu réttar, hefurðu hugleitt þriðja möguleikann?

Það skiptir miklu að halda höfði og missa sig ekki í reiðikasti. Mundu að þú þarft ekki að svara samstundis, taktu þér tíma til að hugsa um málið eða bíddu með það til morguns. Aukið rými til umhugsunar hefur oftast jákvæð áhrif og gæti hjálpað til í deilunni. Forðastu að kenna einhverjum um, oft má rekja vandann til allra sem taka þátt í deilunni á einhvern hátt. Gamalt máltæki segir: sjaldan veldur einn þá tveir deila. Taktu þrennt til greina áður en haldið er áfram:

  1. Þú átt eftir að gera mistök, það er eðlilegt; ef þú getur ekki viðurkennt fyrir sjálfum þér að þú gerir mistök áttu eftir að eiga í erfiðleikum með að skilja afstöðu hinna. Það er engin fullkominn.
  2. Áætlanir þínar eru flóknar; það má vera að hlutirnir séu flóknari en þeir virtust vera fyrst, hugsanlega er deilumálið sprottið upp af annarri rót. Hugsanlega gleymdirðu að taka fram að þú varst á móti einhverju á öðrum grundvelli sem kom ekki fram (vandamálið gæti legið innra með þér).
  3. Þú átt hlut að máli; sem þýðir að þú átt líklega hluta í vandamálinu, vertu raunsær og taktu ábyrgð.

Þegar málið er hugleitt getur borgað sig að hugsa um afstöðu hvers og eins sem mismunandi, frekar en að hugsa að þessi afstaða sé röng og þessi er rétt. Kannski hafa báðir eitthvað til síns máls. Ef allt fer á háaloft er mikilvægt að geta byrjað aftur á betri nótum, það getur borgað sig að ræða um hvernig samræðan eigi að fara fram til að koma í veg fyrir frekari misskilning. Einnig getur verið gott að fá þriðja aðila til að aðstoða ykkur í umræðunni og gefa álit.

Tengt efni

Tenglar