Tár úr steini

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Tár úr steini er íslensk kvikmynd frá árinu 1995. Hún er byggð á sannsögulegri sög tónskáldsins Jón Leifs og segir frá sögu hans í seinni heimstyrjöldinni.

Leikstjóri Hilmar Oddsson. Handrit Hilmar Oddsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson.

Tilvitnanir[breyta]

Jón Leifs: Þetta er töfrasteinn.


Páll: Við erum einfaldlega ekki tilbúnir fyrir tónlist sem er svona... framandi.
Jón Leifs: Við? Síðan hvenær ert þú einn af þeim?
Páll: Við verðum að taka mið af aðstæðum, horfast í augu við raunveruleikann. Það er kallað að þroskast.
Jón Leifs: Þú veist það full vel Páll að það eina sem er framandi við mína músík er að hún er ný. Þetta er það sem við létum okkur dreyma um; Ný músík, nýir tímar, nýtt Ísland! Þú ert greinilega búinn að gleyma því!


Líf: Af hverju ert þú útlendingur?
Jón Leifs: Ég er Íslendingur, ég fæddist þar.
Líf: En af hverju er ég útlendingur?
Jón Leifs: Þú ert ekki útlendingur, Þýskaland er landið þitt.
Líf: En Þýskaland getur ekki verið landið mitt því ég er gyðingur.

Leikendur[breyta]

Tenglar[breyta]

Wikipedia hefur grein um