Steinn Steinarr
Útlit
Steinn Steinarr var íslenskt ljóðskáld og meðal áhrifamestu ljóðskálda Íslendinga á 20. öld.
- „Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax,
- og kvöldið stóð álengdar hikandi feimið og beið.
- Að baki okkur týndist í mistrið hin langfarna leið,
- eins og léttstigin barnsspor í rökkur hins hnígandi dags.“
- Úr kvæðinu Hvíld.
Lítill fengur
[breyta]- „Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst.
- Það fellur um sig sjálft og er ei lengur.
- svo marklaust er líf þitt og lítill fengur,
- og loks er eins og ekkert hafi gerst.
- Af gleri strokið gamalt ryk og hjóm
- er gleði þín og hryggð í rúmi og tíma.
- Það andlit sem þú berð, er gagnsæ gríma,
- og gegnum hana sér í auðn og tóm.“