Steinn Steinarr

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Steinn Steinarr var íslenskt ljóðskáld og meðal áhrifamestu ljóðskálda Íslendinga á 20. öld.


  • „Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax,
og kvöldið stóð álengdar hikandi feimið og beið.
Að baki okkur týndist í mistrið hin langfarna leið,
eins og léttstigin barnsspor í rökkur hins hnígandi dags.“
Úr kvæðinu Hvíld.

Lítill fengur[breyta]

  • „Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst.
Það fellur um sig sjálft og er ei lengur.
svo marklaust er líf þitt og lítill fengur,
og loks er eins og ekkert hafi gerst.
Af gleri strokið gamalt ryk og hjóm
er gleði þín og hryggð í rúmi og tíma.
Það andlit sem þú berð, er gagnsæ gríma,
og gegnum hana sér í auðn og tóm.“