Siðfræði Níkomakkosar

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Tilvitnanir úr ritinu Siðfræði Níkomakkosar eftir forngríska heimspekinginn Aristóteles.

Tilvitnanir[breyta]

  • „Fullkomin vinátta er vinátta góðra manna sem eru gæddir sömu dyggðum, því þeir óska hvor öðrum heilla af því þeir eru góðir og þeir eru góðir í sjálfum sér. Þeir sem óska vini sínum heilla sjálfs hans vegna eru mestir vinir, því þeir gera þetta eðli sínu samkvæmt en ekki tilfallandi. Þess vegna endist vináttan svo lengi sem góðleiki þeirra og dyggð endast.“
Siðfræði Níkomakkosar (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
Siðfræði Níkomakkosar 1166a31 (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
  • „Hjá dýrum markast lífið af mætti skynjunar, hjá mönnum af mætti skynjunar eða hugsunar, en máttur miðast við samsvarandi virkni sem öllu ræður. Þess vegna virðist lífið aðallega vera að skynja eða hugsa.“
Siðfræði Níkomakkosar IX.9, 1170a (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
  • „En lífið sjálft er gott og ánægjulegt, enda sækjast allir eftir því og aðallega hinir góðu og sælu, því slíkum mönnum er lífið ákjósanlegast og líf þeirra sælast alls.“
Siðfræði Níkomakkosar IX.9, 1170a (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)

Tenglar[breyta]