Fara í innihald

Margaret Thatcher

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Margaret Thatcher (2005)

Margaret Thatcher (13. október 1925 – 8. apríl 2013) var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979-1990 og leiðtogi breska Íhaldsflokksins 1975-1990.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „The Iron Lady of the Western World. Me? A Cold War warrior? Well, yes—if that is how they wish to interpret my defence of values, and freedoms fundamental to our way of life.“
(„Járnfrú Vesturlanda. Ég? Kaldastríðskona? Já, einmitt — ef þeir vilja leggja þann skilning í málsvörn mína fyrir þeim verðmætum og réttindum, sem okkur þykja ómissandi.“)
Ræða í kjördæmi hennar í Finchley 31. janúar 1976. Nokkrum dögum áður hafði málgagn Rauða hersins rússneska, Rauða stjarnan, kallað Thatcher, sem verið hafði þá formaður Íhaldsflokksins í eitt ár, „járnfrúna“, sem hygðist blása aftur til kalds stríðs.
  • „You turn if you want to — the lady’s not for turning.“
(„Snúið við, ef þið viljið, en frúin heldur sínu striki.“)
Ræða á flokksþingi breskra íhaldsmanna 10. október 1980. Thatcher leikur sér hér að heiti leikrits e. Christopher Fry (f. 1907), The Lady’s Not for Burning (1948), en sá orðaleikur er illþýðanlegur á ísl. Í forsætisráðherratíð E. Heaths 1970-1974 hafði skyndilega verið skipt um stefnu í efnahagsmálum, og var þá talað um „U-turn“ eða umsnúning.
  • „No one would remember the Good Samaritan if he’d only had good intentions. He had money as well.“
(„Hefði miskunnsami Samverjinn aðeins haft viljann til góðra verka, þá væri hann löngu fallinn í gleymsku. En hann hafði líka peninga.“)
Sjónvarpsviðtal 6. janúar 1986, sjá The Times 12. janúar 1986.
  • „There is no such thing as Society. There are individual men and women, and there are families.“
(„Það er ekki til neitt Samfélag. Það eru til einstakir karlar og einstakar konur, og það eru til fjölskyldur.“)
Woman’s Own 31. október 1987.

Tenglar

[breyta]