Magnús

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Magnús er kvikmynd frá árinu 1989. Hún fjallar um lögfræðing sem er hugsanlega með krabbamein.

Leikstjóri Þráinn Bertelsson. Handrit Þráinn Bertelsson
Óvenjuleg mynd um venjulegt fólk!

Tilvitnanir[breyta]

Helena: Ertu ekkert að vinna?
Ólafur: Ekki núna. Annars er ég í Háskólanum. Svo hef ég mest verið á Kleppi... Ég var að vinna við skúringar.
Helena: En í Háskólanum, ertu í skúringum þar líka?
Ólafur: Það eru því miður ekki kenndar skúringar. Svo ég fór bara í guðfræði.


Óðinn læknir: Nú er að duga eða... Ja núna er bara að standa sig.


Magnús: Teddi, finnst þér aldrei eins og þú sért búinn að fá nóg?
Theódór: Það kemur samt alltaf meira. Eins og til dæmis í leikhúsi. Aldrei dytti mér í hug eftir að ég er búinn að kaupa mig inn að fara aftur út án þess að sjá endirinn.


Theódór: Hva, á hvað ertu þú eiginlega að skjóta pabbi minn?
Ólafur: Ég er að fæla burt ránfugl.
Theódór: Það eru engvir ránfuglar hérna.
Ólafur: Það er vegna þess að ég fæli þá burt jafn óðum.


Ólafur: Sástu þennan litla?
Theódór: Hvaða litla?
Ólafur: Nú litla lögreglumanninn. Leit alveg út eins og kvenmaður. Og ekkert ósnotur kvenmaður svo sem.
Theódór: Það er ekki nóg með að hann hafi litið út eins og kvenmaður, þetta var kvenmaður.
Ólafur: Allan andskotann eru þeir farnir að draga í lögregluna.


Theódór: Maður veit aldrei hvað fólk hugsar. Veistu hvað ég var að hugsa hérna rétt áðan?
Magnús: Nei, það er ekki gott að segja.
Theódór: Ég var að hugsa hvað það er skrítið hvað hugsanir verða alltaf asnalegar þegar maður fer að tala um þær upphátt.
Magnús: Það er kannski þess vegna sem fólki er illa við að segja hvað það er að hugsa.


Magnús: Hvað mundir þú til dæmis segja ef ég segði þér að ég væri með krabbamein?
Theódór: Æ, ég veit það ekki, ég er bara ekki í stuði til að djóka.


Theódór: Góðan daginn góðir farþegar. Þetta er Theódór Ólafsson flugstjóri... yfirflugstjóri. Nú, við nálgumst nú Reykjavík og innan skamms munu flugfreyjur kynna fyrir ykkur notkun á súrefnisgrímum, áramótagrímum, slökkvitækjum, fallhlífum, björgunarbátum, dósahnífum, salernisskálum og öðru slíku...


Helena: Það vantar alltaf einhvern til að hlusta. Heyrirðu í mér Magnús?
Magnús: Já ég er að hlusta.


Helena: Elskarðu mig?
Magnús: Heldurðu að ég búi með þér til að fá frítt inn á málverkasýningar?


Ólafur Magnússon: Á ég ekki að opna aðra Malt? Þær verða bara volgar af því að vera þarna á borðinu.
Magnús: Ætli ég taki Maltið í gröfina. Drekkum og verum glaðir.
Ólafur Magnússon: [Rappar] Malt, Malt, Malt er svalt, einkum þegar það er kalt.


Theódor: Hvað ertu að gera pabbi?
Ólafur: Hvað, sérðu það ekki maður? Ég er að moka ofaní þennan skurð.
Theódor: Og hvað eruð þið þá eiginlega að gera?
Grafari: Nú, moka upp úr þessum skurði.
Ólafur: Teddi minn, farðu nú og útvegaðu mér jarðýtu, ég er orðinn leiður á þessum kappmokstri.


[Helena labbar inn í sjúkraherbergið og sér rúm Magnúsar tómt.]
Sjúklingur: Ert þú kona Magnúsar?
Helena: Hvenær?
Sjúklingur: Gærkvöldi.
Helena: Hvers vegna var ég ekki látin vita?
Sjúklingur: Hann bað um að láta engan vita af því. Hann ætlaði að vera kominn aftur.
Helena: Er hann þá... stakk hann bara af?
Sjúklingur: Nei, hann þurfti bara að skreppa.
Helena: Ég drep hann.

Leikendur[breyta]

  • Sigurður Sigurjónsson - Einar
  • Egill Ólafsson - Magnús Bertelsson
  • Laddi - Theódór Ólafsson
  • Guðrún Gísladóttir - Helena Ólafsdóttir
  • Jón Sigurbjörnsson - Ólafur Theódórsson
  • Ingimar Oddsson - Ólafur Magnússon
  • Erlingur Gíslason - Óðinn Læknir
  • Björn Karlsson - Grafari
  • Stefán Þórir Guðmundsson - Sjúklingur

Tenglar[breyta]

Wikipedia hefur grein um