Maður eins og ég

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Maður eins og ég er íslensk kvikmynd frá árinu 2002.

Leikstjóri Róbert I. Douglas. Handrit Róbert I. Douglas og Árni Ásgeirsson.

Tilvitnanir[breyta]

Stúlka í djúpulauginni: Hvaða hlut mundir þú taka með þér á eyðieyju?
Júlli: Það veit ég ekkert, bara, bílinn minn kannski.


Júlli: Ég hefði bara aldrei átt að láta þig plata mig taka þátt í þessum ömurlega og hallærislega þætti!


Börkur: Heyrðu Arnar, ég var að smíða einn nýjan í morgun.
Arnar: Jæja.
Börkur: Hvað hét Pósturinn Páll eftir að hann komst á eftirlaun?
Arnar: Hvað?
Börkur: Páll.


Júlli: Icelandic is not that hard to learn you know, like, „Sojasósa“.


Júlli: She has four children with five different men.


Arnar: Þetta er nú langsætasta stelpan sem þú hefur náð í, Júlli.
Júlli: Já.
Arnar: Þú hefur nú verið með mörgum... ljótum.


Arnar: Ef þú færð verk í handlegginn, sem leiðir út í handlegginn, hættu þá.


Oddur: Það sem er kannski munurinn á þessu starfi og öðrum vinnum er að starfsfólkið hefur alltaf rétt fyrir sér.


Systir Júlla: Æ, ekki vera alltaf svona í tölvunni krakkar. Gerið eitthvað uppbyggilegt, leigið spólu eða eitthvað.


Magga: Hann á afmæli.
Arnar: Hvað er hann gamall?
Magga: Hann er sjö ára.

Leikendur[breyta]

  • Jón Gnarr - Júlli
  • Stephanie Che - Qi
  • Þorsteinn Guðmundsson - Arnar
  • Egill Anton Heiðar Pálsson - Börkur
  • Sveinn Geirsson - Oddur
  • Árný Rós Gísladóttir - Stúlka í djúpulauginni

Tenglar[breyta]