Maður eins og ég

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Jump to navigation Jump to search

Maður eins og ég er íslensk kvikmynd frá árinu 2002.

Leikstjóri Róbert I. Douglas. Handrit Róbert I. Douglas og Árni Ásgeirsson.

Tilvitnanir[breyta]

Stúlka í djúpulauginni: Hvaða hlut mundir þú taka með þér á eyðieyju?
Júlli: Það veit ég ekkert, bara, bílinn minn kannski.


Júlli: Ég hefði bara aldrei átt að láta þig plata mig taka þátt í þessum ömurlega og hallærislega þætti!


Börkur: Heyrðu Arnar, ég var að smíða einn nýjan í morgun.
Arnar: Jæja.
Börkur: Hvað hét Pósturinn Páll eftir að hann komst á eftirlaun?
Arnar: Hvað?
Börkur: Páll.


Júlli: Icelandic is not that hard to learn you know, like, „Sojasósa“.


Júlli: She has four children with five different men.


Arnar: Þetta er nú langsætasta stelpan sem þú hefur náð í, Júlli.
Júlli: Já.
Arnar: Þú hefur nú verið með mörgum... ljótum.


Arnar: Ef þú færð verk í handlegginn, sem leiðir út í handlegginn, hættu þá.


Oddur: Það sem er kannski munurinn á þessu starfi og öðrum vinnum er að starfsfólkið hefur alltaf rétt fyrir sér.


Systir Júlla: Æ, ekki vera alltaf svona í tölvunni krakkar. Gerið eitthvað uppbyggilegt, leigið spólu eða eitthvað.


Magga: Hann á afmæli.
Arnar: Hvað er hann gamall?
Magga: Hann er sjö ára.

Leikendur[breyta]

  • Jón Gnarr - Júlli
  • Stephanie Che - Qi
  • Þorsteinn Guðmundsson - Arnar
  • Egill Anton Heiðar Pálsson - Börkur
  • Sveinn Geirsson - Oddur
  • Árný Rós Gísladóttir - Stúlka í djúpulauginni

Tenglar[breyta]

Wikipedia-logo.png