Mávahlátur

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Mávahlátur er íslensk kvikmynd frá árinu 2001.

Leikstjóri Ágúst Guðmundsson. Handrit Ágúst Guðmundsson byggt á bók sem Kristín Marja Baldursdóttir skrifaði.

Tilvitnanir[breyta]

Agga: Ég held að þetta sé vond kona. Hefuru séð augun í henni?


Magnús: Agga-lagga-ligga-lá.


Agga: Ég hitti Magnús löggu.
Freyja: Ég man eftir honum, hann var einmitt að byrja í löggunni þegar ég fór vestur.
Agga: Hann mundi líka eftir þér.
Freyja: Jæja.
Agga: Hann sagði: „Er það þessi þybbna sem var í kananum?“


Afi: Komstu kallslaus, og allslaus frá Ameríku. Hvað gerðiru eiginlega við officierann [sic].
Freyja: Ég drap hann.


Björn Theódór: Vaxa fjólur í Ameríku?
Freyja: Engin nema ég.


Jói Betu: Ég hef fyrir því óyggjandi sannanir að Guð sé kona.


Lögreglumaður: Viltu ná í hana mömmu þína.
Agga: Það verður nú erfitt.
Lögreglumaður: Nú?
Agga: Hún er dáin.


Magnús: Morð! Jahá. Og í hvaða bíómynd var það, Agga littla?
Agga: Það var myndinni um konuna sem kom frá Emoríku [sic] abbaðist upp á platfrænku sína á Íslandi og kveikti svo í karli vinkonu sinnar af því að hann var dónaleg við hana.


Hilli: [syngur] Kenndu mér að kyssa rétt, og hvernig á að faðma nett. Þú færð að launum ástar yl.


Amma: Góðar nætur og átján dætur.


Agga: [vekur ömmu sína] Amma, amma mín. Freyja gekk inn í hamarinn, ég held að hún ætli að fara að dansa með álfunum.
Amma: Var hún á spariskóm?
Agga: Nei, á bónsum.
Amma: Varla hefur hún ætlað að dansa á þeim.


Björn Theódór: [um snjóboltasendingu Freyju] Góð sending
Freyja: Betri en sú sem aldrei kom frá þér.


Björn Theódór: Ef ég læt þig fá krónu, ertu þá til í að þegja yfir botni vísunnar.
Agga: Áttu ekki meiri aur en þetta?


Vinkona Öggu: [les upp úr bréfi frá Freyju] „Farðu í rass og rófu.“ Við verðum að bjarga þessu. Ef við látum hann fá þetta talar hann aldrei við hann aftur.
Agga: Hún sendir ekki einu sinni svar.
Vinkona Öggu: Við verðum að bjarga þessu.


Freyja: Sá fær seint sem bíður.


Freyja: Elsku besta, þurftiru endilega að standa í vegi fyrir mér.


Agga: Hvar á hún að sofa?


Freyja: Til andskotans með þessa vini þína. Annað hvort fer kellingin úr þessu húsi, eða ég!

Leikendur[breyta]

Tenglar[breyta]

Wikipedia hefur grein um