Fara í innihald

Land og synir

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Land og synir er íslensk kvikmynd.

Tilvitnanir

[breyta]

Ólafur: Mér sýnist á sólu að hún sé að ganga átta.


Ólafur: Á þínum aldri hlakkaði ég til að fara [í göngur].
Einar: Ég er á mínum aldri.
Ólafur: Já það fer nú ekki framhjá neinum.


Ólafur: Það er nú líka kreppa í kaupstöðum.
Einar: Ég veit það. [En] þar eru nú meiri þægindi.
Ólafur: Já þá vil ég nú frekar þægindialausa kreppu. Öll mín æfi er hér, og ég á ekki nema eitt ferðalag fyrir höndum.
Einar: Hvað er þetta, þú gætir orðið hundrað ára.
Ólafur: Það vona ég nú ekki.


Ólafur: [Um heimalinginn]. Við skulum gefa honum greyinu.
Einar: Til hvers?
Ólafur: Hann er svangur greyið.
Einar: Ætluðum við ekki að skera hann?
Ólafur: Ekki segja svo hann heyri.


Tómas: Fáðu þér einn. [Einar drekkur sopa af brennivíninu]. Fáðu þér annan til.
Einar: Nei ekki meira.
Tómas: Láttu eins og þú sért í göngu.
Einar: Jæja, upp á þína.
Tómas: Þetta eykur bjartsýnina.


Örlygur: Hefur þú efnast af búskapnum.
Ólafur: Það hefur verið kreppa.
Örlygur: Það heitir alltaf eitthvað baslið í þessu landi.
Ólafur: Svo er pest.
Örlygur: Auðvitað er pest.
Ólafur: Ég kvarta ekki.
Örlygur: Nei, það er kanski verst af öllu.


Einar: Þú hugsar fyrst og síðast um kýr.
Margrét: Þú veist ekkert hvað ég hugsa.


Einar: Við skulum bara mæla í skuldum.


Tómas: Sagði ég þrjú.
Einar: Nei, þú sagðir fjögur.
Tómas: Nú, bíddu við. Það er eitt. Það eru tvö. Það eru þrjú, Það eru fjögur... Viltu brennivín?


Margrét: Af hverju ferðu ekki með mig á einhvern hól?
Einar: Því þú ert betri á jafnsléttu.

Leikendur

[breyta]
  • Sigurður Sigurjónsson - Einar
  • Jón Sigurbjörnsson - Tómas
  • Jónas Tryggvason - Ólafur
  • Guðný Ragnarsdóttir - Margrét
  • Sigríður Hafstað - Móðir Margrétar
  • Þorvarður Helgason - Örlygur

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um