Jónas Hallgrímsson

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Jónas Hallgrímsson (16. nóvember 1807 að Hrauni í Öxnadal – 26. maí 1845 í Kaupmannahöfn) var íslenskt skáld og náttúrufræðingur. Hann var afkastamikill rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi og var einn af stofnendum tímaritsins Fjölnis.

Tilvitnanir[breyta]

  • „Óskandi væri Íslendingar færu að sjá að það er aumt líf og vesælt að sitja sinn í hverju horni og hugsa um ekkert nema sjálfan sig og slíta svo sundur félag sitt og skipta sundur afli sínu í svo marga parta sem orðið getur – í stað þess að halda saman og draga allir einn taum og hugsa fyrst og fremst um heiður og velgengni landsins sem öllum góðum Íslendingum ætti þó að vera í fyrirrúmi.“
Jónas um vöntun á félagsanda til eflingar Íslandi. (Fjölnir 1835). [1]

Tilvísanir[breyta]

Tenglar[breyta]