Fara í innihald

Heimska

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Tilvitnanir um heimsku.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Sannast sagna eru rit Hegels um vísindaleg efni þvílíkt hyldýpi heimsku og vanþekkingar, jafnt á þeirra tíma mælikvarða sem þessara, að það hlýtur að teljast ein helzta ráðgáta í gervallri sögu mannlegrar hugsunar hvers vegna maður sem hafði látið annan eins samsetning frá sér fara varð ekki að athlægi um heimsbyggðina þegar í stað. En vegir heimsandans eru órannsakanlegir. Margar kenningar Hegels um viðfangsefni vísindanna át Friedrich Engels eftir honum, Lenín eftir Engels, og nú síðast Maó Tse-tung eftir Lenín. Til dæmis má nefna þá kenningu þeirra Leníns og Maós að jákvæður og neikvæður rafstraumur séu þráttarfyrirbæri rétt eins og plús og mínus í reikningi og stéttarbaráttan í félagsfræði. Þess ber að geta að kenning Hegels um rafmagn virðist mun flóknari, en því miður er ókleift að láta hana í ljósi á annarri tungu en móðurmáli meistarans. Skilgreining Hegels á rafmagni hefst eitthvað á þessa leið: „Rafmagn er hinn hreini tilgangur formsins sem leysir sjálfan sig úr viðjum þess; það er formið sem tekur að sigrast á skeytingarleysi sínu...“.“
Þorsteinn Gylfason í bókinni Tilraun um manninn.