Fara í innihald

Guðni Ágústsson

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Guðni Ágústsson er íslenskur stjórnmálamaður.

Tilvitnanir

[breyta]

22. maí 2008 - alþingisumræður um leikskóla og grunnskólalög

  • „Það er ekki til neitt siðgæði í rauninni nema kristið siðgæði.“
Umræður á Alþingi um leik og grunnskólalög“. Sótt 22. maí 2008.

6. apríl 2005 - alþingisumræður um heimasölu afurða bænda

  • „Ég hef fengið vín sem ég hef orðið léttur af. Ég veit ekki hvort það var léttvín.“
Ræða Guðna á 131. löggjafarþingi — 104. fundi“. Sótt 13. desember 2005.

8. október 2003 - alþingisumræður um aðlögunarstuðning við lífrænan landbúnað

  • „Við erum perlan í veröldinni, að mínu mati, með frábærar vörur og hreint land og eigum mikla möguleika í gegnum það.“
Svar við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur“. Sótt 13. desember 2005.

2. ágúst 2001 - vegna hundaræktunar til manneldis

  • „Ég held að símastúlkan mín hafi svarað fyrir mig og alla landsmenn þegar hún sagði: Oj-bara. Ég get fullvissað fólk um að ekkert verði aðhafst í ráðuneytinu vegna þessa máls. Því verður einfaldlega vísað frá.“
Hugi.is/Hundar“. Sótt 13. desember 2005.

15. maí 1997 - umræða um búnaðargjöld

  • „Hæstvirtur forseti. Ekki hleypur hæstvirtur þingmaður Ágúst Einarsson upp til þess að verja mig þegar ég fær svo stórar setningar að ég gangi um með sprungið á báðum. En allt í lagi með það.“
Andsvar Guðna við andsvari Egils Jónssonar“. Sótt 13. desember 2005.

27. maí 1991 - um nýskipaða stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks

  • „Kannski spaugstofan úr Viðey verði til þess að frjóvga mjög leikritagerð og menningarstarf í íslensku samfélagi. Kannski hún verði til þess að rithöfundar þurfi ekki styrki úr ríkissjóði, að menningin dafni í skjóli þeirra spaugilegu atriða sem hér hafa farið fram á Alþingi Íslendinga og við myndun þessarar óvinsælustu ríkisstjórnar frá því að mælingar hófust, hæstvirtur forsætisráðherra. Þar er sparnaður upp á nokkur hundruð milljónir fyrir ríkisstjórnina ef svo vel tekst til.“
Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra“. Sótt 13. desember 2005.

Tenglar

[breyta]