Fara í innihald

Englar alheimsins

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Englar alheimsins er íslensk kvikmynd frá árinu 2000. Hún er byggð á samnefndri bók sem fjallar um geðsjúkling.

Leikstjóri Friðrik Þór Friðriksson. Handrit Einar Guðmundsson.

Tilvitnanir[breyta]

Páll: Mömmu dreymdi drauminn um hestana fjóra meðan hún gekk með mig.


Páll: Það voru nefninlega einu sinni tveir bræður. Annar hét Áni, og hinn hét Maðkur. Þeir voru kallaðir Áðnamaðkar.
Stelpa: Segðu meira.
Páll: Það er ekkert svo. Það var einu sinni kona. Hún var að kalla á son sinn og sagði: „Jessi, Jessi minn, komdu strax inn“. Kom sonurinn, horfði á mömmu sína og sagði: „Ég heiti ekki Jessi. Ég heiti Jesús“.


Páll: Ef ég gæti, mundi ég fylla herbergið mitt með kossum þínum, læsa þá inni, og fleygja lyklinum burt.


Páll: Ég er stórskáld, það er bara ekki komið í ljós. Ég er ekki maður, ég er ský í buxum.


Dagný: Þú hefðir ekki átt að segja að pabbi þinn væri leigubílsstjóri. Hún er ógeðslega snobbuð.
Páll: Ég hélt kannski að hún skipti við aðra leigubílsstjóra.


Faðir Páls: Það er ekki gott að hanga svona inn á herbergi heilu dagana, menn geta orðið skrítnir af því. Ég man eftir einbúa í sveitinni sem aldrei kom meðal manna, hann var orðinn stór furðulegur.


Læknir: Getur ekki verið Páll, að þú sért með höfuðverk í hjartanu?


Faðir Páls: Geturu ekki haft þetta aðeins lægra?
Páll: Hva, helduru að þetta sé eitthver harmóninkutónlist?
Faðir Páls: Það er meiri æsingurinn í þér. Við erum alveg hætt að botna í þér.
Páll: Þið þurfið ekkert að botna í mér, ég er að fara!


Páll: Láta mann standa úti með tvo bíómiða, láta mann sitja einan í myrkrinu, og það á Chaplin mynd. Það skiptir miklu máli að þetta var Chaplin mynd, og svona sorgleg mynd. Ég hefði haft miklu auðveldara með að sætta mig við málin ef þetta hefði verið einhver önnur mynd. Til dæmis Apaplánetan.


Páll: Þjónn, það er búið að brunda yfir matinn minn!


Móðir Páls: Mikið er undarlegur liturinn á þessu húsi.
Faðir Páls: Ja það má nú segja
Páll: Eru þið að gera grín að mér. Þetta hús er eins á litinn og jakkinn minn.


Faðir Páls: Palli minn, hann Rögnvaldur er í símanum.
Páll: Segð'onum að hnífurinn sé í tjörninni.


Páll: Nú tilheirði ég veröld hinna vitskertu. Ég var gú gú og ga ga. Bimmi lim og bom bom. Á eilífum byrjunarreit. Á eilífri endastöð. Einfari að atvinnu.


Páll: Maðurinn á sér sjö líf. Jafn mörg og dagar vikunnar.
Haraldur: Og jafnvel þó svo væri, væri það eitthver ástæða?
Páll: Já, í þessu lífi er sunnudagur.


Viktor: Ég er að reyna að breyta mér í kvaðradrótina af tveimur.


Óli: Ég hef nefninlega verið að hugsa, þegar þú lætur af embætti, hvort ég geti ekki orðið f... forseti?
Forseti Íslands: Ja, svei mér þá, ég held að þú gætir bara orðið prýðilegur forseti, Óli.
Óli: Fyrst að ég verð næsti forseti, helduru að ég geti ekki bara fengið bílinn núna?
Forseti Íslands: Jú, það hlýtur að vera.


Rögnvaldur: Jæja, þá er ég kominn að sækja snillinginn.


Pétur: Þú trúir bara því sem þú segir og það er ekkert merkilegra en það sem ég segi, þó að þú segir það.
Viktor: Mætti halda að þessi síra sem hann tók hafi snúið hnettinum við í hausnum á honum.
Óli: Ég sé ekki að það skipti nokkru máli hvernig hnotturinn snýr.
Viktor: Hann er með Kína á heilanum.


Brynjólfur: Finnst þér það ekki alveg makalaust Páll að stæsti matvælaframleiðandi landsins skuli sætta sig við sömu skammstöfun og var á stormssveitum Hitlers.
Páll: Ef þú heldur svona áfram er ég ansi hræddur um að við verðum að skipta um stól.


Eysteinn: Hafði þið ekki heyrt söguna af Markó Póló og undirskálina? Kínverjarnir sem Markó Póló heimsótti þeir höfðu skálina ofan á bollanum þegar þeir drukku te, sem er auðvitað rökrétt, því hún var notuð til að halda teinu heitu. Svo gerðist það á sjóverðinni yfir hafið að skipið vaggaði svo mikið og valt, skálin fluttist undir bollan og hefur verið þar síðan. Það er nefninlega svo margt í menningu okkar sem er miskilningur.


Páll: Við erum englar, englar alheimsins.


Viktor: Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax. Þetta var ákaflega ánægjuleg máltíð. Við getum vel hugsað okkur að koma aftur.


Baldvin Bretakóngur: Þú hefur ekki gætt englanna þinna.


Páll: Ég er öryrki. Ekki af því að ég yrki hratt.


Konráður: En hvað get ég spilað fyrir þig?
Páll: Er ég í útvarpinu?
Konráður: Já.
Páll: Ég vil heyra My way. Þannig er ég, ég geri allt my way.

Leikendur[breyta]

Tenglar[breyta]