Fara í innihald

Egils saga

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Egils saga, eða Egla er ein elsta Íslendingasagan. Aðalpersóna hennar er Egill Skallagrímsson, 10. aldar höfðingi, vígamaður og ljóðskáld. Talið er að hún sé rituð af Snorra Sturlusyni á öndverðri 13. öld.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Nú gekk eg þremur fótum til skammt.“
Orð Þórólfs Kveld-Úlfssonar þegar hann náði ekki að höggva Harald konung hárfagra heldur stóðu á honum bæði sverð og spjót en sjálfur konungur veitti honum banasár. (22. kafli).
  • „Stóð þá á mörgum fótum fjárafli Skalla-Gríms.“
Orð höfundar Egils sögu um landnám og búshætti Skalla-Gríms. (29. kafli).
  • „Enn áttu þau Skalla-Grímur son. Var sá vatni ausinn og nafn gefið og kallaður Egill. En er hann óx upp þá mátti það brátt sjá á honum að hann mundi verða mjög ljótur og líkur föður sínum, svartur á hár. En þá er hann var þrevetur þá var hann mikill og sterkur svo sem þeir sveinar aðrir er voru sex vetra eða sjö. Hann var brátt málugur og orðvís.“
Lýsing á Agli Skalla-Grímssyni. (31. kafli).
  • „Besta er kvæðið fram flutt.“
Orð Eiríks konungs blóðöxar við Egil Skalla-Grímsson í Jórvík á Norðimbralandi þegar Egill hafði flutt honum Höfuðlausn. (62. kafli).
  • „Hvað grætur þú, mær? Eg sé þig aldrei káta.“
Egill Skalla-Grímsson við frænku sína, systurdóttur Arinbjarnar hersis, en hún skyldi giftst Ljóti hinum bleika er var berserkur, sænskur að ætt. Gekk Egill á hólm við Ljót og felldi hann. (65. kafli).

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um