Fara í innihald

Dan Quayle

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Dan Quayle (1989)

James Danforth Quayle (f. 4. febrúar 1947) er bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem var varaforseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Helförin var hryllilegt tímabil í sögu þjóðar okkar. Ég á við í sögu þessarar aldar. Nei, ekki þjóðar okkar heldur í seinni heimsstyrjöldinni. Við höfum öll lifað á þessari öld. Ég hef ekki lifað á þessari öld, en í sögu þessarar aldar.“
  • Enska: The Holocaust was an obscene period in our nation's history. No, not our nation's, but in World War II. I mean, we all lived in this century. I didn't live in this century, but in this century's history
Á blaðamannafundi 15. september 1988.
  • „Ég trúi því að við séum að upplifa óafturkræfa þróun í átt að meira frelsi og lýðræði, en það getur vissulega breyst.“
  • Enska: I believe we are on an irreversible trend towards more freedom and democracy, but that could change.
Tilvitnað í Wall Street Journal í maí 1989.
  • „Við stöndum þétt að baki NATO, við erum hluti af NATO. Við stöndum þétt að baki Evrópu. Við erum hluti af Evrópu.“
  • Enska: We have a firm commitment to NATO, we are a part of NATO. We have a firm commitment to Europe. We are a part of Europe
Sagt við starfsmenn NASA þann 5. september 1990, tilvitnað í Esquire í ágúst 1992.
  • „Við viljum ekki fara aftur til morgundagsins, við viljum halda fram á veginn.“
  • Enska: We don't want to go back to tomorrow, we want to move forward.
Sjá myndband.
  • „Mars er eiginlega á sama sporbaug. Mars er hér um bil jafnlangt frá sólu sem er mjög mikilvægt. Við höfum séð myndir þaðan þar sem eru áveituskurðir og, að okkar mati, vatn. Ef þar er að finna vatn, þá er þar einnig súrefni. Ef súrefni er að finna á Mars þýðir það að við getum andað þar.“
  • Enska: Mars is essentially in the same orbit. ... Mars is somewhat the same distance from the Sun, which is very important. We have seen pictures where there are canals, we believe, and water. If there is water, that means there is oxygen. If oxygen, that means we can breathe.
Blaðamannafundur um könnun Mars (11. ágúst 1989).

Tilvitnanir um Quayle

[breyta]
  • „Öldungadeildarþingmaður, ég þekkti Jack Kennedy. Ég sat á þingi með Jack Kennedy. Jack Kennedy var vinur minn. Öldungadeildarþingmaður, þú ert enginn Jack Kennedy.“
  • Enska: Senator, I served with Jack Kennedy. I knew Jack Kennedy. Jack Kennedy was a friend of mine. Senator, you're no Jack Kennedy.
Lloyd Bentsen, á kappræðum varaforsetaframbjóðendanna (5. október 1988).
  • „Einhver sagði mér um daginn að ef einhver skýtur George Bush þá hefur leyniþjónustan fengið skipanir um að skjóta Quayle.“
  • Enska: Somebody told me the other day that the Secret Service has orders that if George Bush is shot, they’re to shoot Quayle
John Kerry, tilvitnað í Los Angeles Times 17. nóvember 1988.

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um