Börn náttúrunnar

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Börn náttúrunnar er kvikmynd frá árinu 1991. Hún fjallar um gamlann mann úr sveit sem flytur á elliheimili í Reykjavík og endurnýjar þar ást sína við kærustu sína.

Leikstjóri Friðrik Þór Friðriksson. Handrit Einar Guðmundsson og Friðrik Þór Friðriksson.

Tilvitnanir[breyta]

Leigubílsstjóri: Þá ertu kominn í þessa ljósheima þína.


Þorgeir: Já, ég hef svo sem komið hér áður. Ég var hér síðast '36, þegar hann doktor Sigvaldi skar upp á mér magann. En þá fór ég sjóleiðina til baka.


Lilja Dögg: Má ég spyrja, hver leyfði sér að taka myndina niður? Má maður aldrei hafa neitt í friði?
Þorgeir: Þær voru svo margar myndir af þessum manni, ég hélt kannski að... Hvur er þetta eiginlega? Einhver kunningi þinn?
Lilja Dögg: Sko, mér er alveg sama hvað þér finnst, mitt herbergi er mitt herbergi hvað sem þú segir. Ég vil ekkert svona gamalt djönk inn í það.
Gerður: Lilja Dögg svona talar maður ekki...
Lilja Dögg: Og hvaða beygla er þetta?
Þorlákur: Lilja Dögg! Nú er nóg komið, svona segir maður ekki við mömmu sína.


Þorgeir: Já, það er þetta með alfaraleiðina, er hún ekki bara þar sem maður er.


Ritari: [til Gerðar um Þorgeir] Notar hann mjólk eða sykur?


Halldór: Sælir veri langlífir sveinar.


Þorgeir: Það ræður enginn sínum næturstað.


Stella: Ég ætla ekki að láta hola mig niður á sorphaugunum fyrir sunnan. Og fái ég ekki að sjá heimahagana áður en ég dey þá geng ég ábyggilega aftur og ofsæki hvern einasta kjaft.


Sesselía: Svei mér ef ég vildi ekki bara skella mér með ykkur.
Þorgeir: Já nei takk, þá litum við nú út eins og heilt ungmennafélag.


Sesselía: Hvað hafið þið eiginlega gert.
Þorgeir: Svo sem ekkert, við fengum lánaðan jeppa.
Sesselía: Og ætlast þeir til að maður hringi alla leiðina til Reykjavíkur, bara út af því.


Flutningabílstjóri: Ég held ekkert um það sem ég veit.


Ferjumaður: Þið þurfið ekkert að vera hrædd við hana, þetta er bara draugur.

Leikendur[breyta]

  • Gísli Halldórsson - Þorgeir
  • Sigríður Hagalín - Stella
  • Rúrik Haraldsson - Halldór
  • Sigríður Hagalín Björnsdóttir - Lilja Dögg
  • Þórarinn Óskar Þórarinsson - Leigubílsstjóri

Tenglar[breyta]