Alfred Jules Ayer

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
(Endurbeint frá A. J. Ayer)
Alfred Jules Ayer

Alfred Jules Ayer (1910 – 1989) var breskur heimspekingur.

Tilvitnanir[breyta]

  • „Þegar við snúum okkur að greiningu á sannleikanum, þá sjáum við að í öllum setningum á forminu ‚p er sönn‘ er orðasambandið ‚er sönn‘ rökfræðilega álög. Þegar maður segir til dæmis að staðhæfingin ‚Anna drottning er látin‘ sé sönn, þá er maður einungis að segja að Anna drottning sé látin. Og eins þegar maður segir að staðhæfingin ‚Oxford er höfuðborg Englands‘ sé ósönn, þá er maður einungis að segja að Oxford sé ekki höfuðborg Englands. Að segja að staðhæfing sé sönn er því einungis að halda henni fram, og að segja að hún sé ósönn er aðeins að halda fram hinu gagnstæða. Þetta gefur til kynna að orðin ‚satt‘ og ‚ósatt‘ hafi enga aukamerkingu heldur hafi þau einfaldlega það hlutverk í setningum að gefa til kynna að maður fallist á eitthvað eða hafni því. Og í þeim skilningi er ekkert vit í að biðja okkur um að greina ‚sannleikshugtakið‘.“
Í Language, Truth and Logic.
  • „En það er einnig mögulegt að trúa því sem er í raun satt án þess að vita það.“
Í The Problem of Knowledge.
  • „Ég dreg því þá ályktun að nauðsynleg og nægjanleg skilyrði þess að maður viti eitthvað séu í fyrsta lagi þau að það sem maður er sagður vita sé satt, í öðru lagi að maður sé viss um það og í þriðja lagi að maður hafi rétt á því að vera viss um það.“
Í The Problem of Knowledge

Tenglar[breyta]