Fara í innihald

Þorsteinn Pálsson

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Þorsteinn Pálsson (fæddur 29. október 1947) er íslenskur blaðamaður og fyrrverandi stjórnmálamaður. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins og gegndi embættum forstæisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra.

Tilvitnanir[breyta]

  • „Stjórnskipulagið hefur eftir norrænni hefð byggst á svokallaðri þingræðisreglu. Hún felur það eitt í sér að framkvæmdavaldið verður að njóta trausts meirihluta löggjafarvaldsins. Meirihluti þingsins leggur í raun réttri framkvæmdavaldið undir sig. Ýmsum finnst á hinn bóginn að alvarleg slagsíða sé komin á þinghlið skipulagsins. Réttara væri að segja að það hallaði á stjórnarandstöðuna og möguleika hennar til aðhalds og eftirlits. Sú gagnrýni er um margt réttmæt.“
Í greininni „Á að breyta?“ í Fréttablaðinu 15. janúar 2009
  • „Brotthvarf varnarliðsins héðan bar að með sérstökum hætti sem á vissan hátt þótti dæmigert fyrir Bush-stjórnina. Fyrir hinu getum við ekki lokað augunum að sú niðurlæging fyrir Ísland sem fólst í háttseminni við þá ákvörðun skrifast að talsverðu leyti á okkar eigin reikning.
Viðræðurnar við stjórnvöld í Bandaríkjunum um framtíð varnarsamstarfsins byggðust á kolröngu stöðumati af Íslands hálfu og svipuðu oflæti og leiddi af sér ris og fall bankakerfisins. Afleiðingin varð brestur í samskiptum við bandalagsþjóð til margra ára. Segja má að það hafi verið fyrstu alvarlegu utanríkispólitísku mistök lýðveldistímans.“
Í greininni „Hvað breytist“ í Fréttablaðinu 21. janúar 2009
  • Jóhanna Sigurðardóttir braut blað í Íslandssögunni í gær þegar hún fyrst kvenna tók við embætti forsætisráðherra. Til þessa háa embættis er hún hins vegar ekki kölluð af þeim sökum. Þar er hún vegna verðleika og vinsælda. Þær hefur hún áunnið sér með því að vera framar öðrum stjórnmálamönnum trú hugsjónum sínum og fyrirheitum.“
Í greininni „Hvað breytist“ í Fréttablaðinu 2. febrúar 2009
  • „Fáum blandast lengur hugur um nauðsyn þess að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Ein af stóru spurningunum sem þar þarf að glíma við er gleggri aðgreining valdþáttanna. Önnur stór spurning lýtur að því einu hvernig á að standa að breytingum á stjórnarskránni.“
Í greininni „Ristir grunnt“ í Fréttablaðinu 5. febrúar 2009

Tenglar[breyta]