Örn Bárður Jónsson

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Örn Bárður Jónsson (fæddur 23. nóvember 1949 á Ísafirði) er sóknarprestur í Neskirkju í Reykjavík.

Tilvitnanir[breyta]

  • „Það hefur alltaf haft kostnað í för með sér að tilheyra minnihlutahópi. Þessi nálgun, „vesalings ég og börnin mín“, virkar ekki sannfærandi. Þú verður bara að kyngja því að börnin þín uppgötvi að þau tilheyri minnihlutahópi ef þú hefur valið sjálfum þér og þeim lífsskoðanir minnihlutans. Kristnir menn um allan heim verða að þola hið sama.“
Í greininni „Bjúgverpill og birtingarform ráðstjórnar“ í Fréttablaðinu og á Vísi.is 11. nóvember 2010.
  • „Sko, viljum við fá guðlausa vísindahyggju inn í staðinn, haldið þið að það verði eitthvað betra? Trúin á manninn? Það er aumasta trú sem til er, það er trúin á manninn.“
Í útvarpsviðtali á Bylgjunni um trúboð í skólum, þar sem hann ræddi við Sigurð Hólm talsmann Siðmenntar - félags siðrænna húmanista á Íslandi
  • „Þarf hún meiri tunglmyrkva og minna ljós? Meiri órétt og þar með minni frið? Minni áhrif kristinnar trúar og meira guðleysi? Þarfnast þjóðin gerilsneyddra samskipta þar sem enginn má vita hverju náunginn trúir? Viljum við hólfað samfélag þar sem enginn kann skil á hugarheimi annars, hvorki sið hans né trú? Hvers þarfnast börnin okkar? Kaldrar vísindahyggju í guðlausri veröld?“
Í predikuninni „Tunglmyrkvi, þú og ég“, flutt í Neskirkju, 26. desember 2010

Tenglar[breyta]