Ólafur Thors

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Ólafur Thors

Ólafur Thors var íslenskur stjórnmálamaður


  • „Það er áreiðanlegt að flestum verður á að brosa þegar þeir heyra um þessar 130 þúsund sálir sem telja sig bærar um að halda uppi menningar ríki og leggja fram mannvit til úrlausnar allra þeirra viðfangsefna sem sjerhver sjálfstæð þjóð verður við að glíma. Margir gleyma þessu litla en undarlega fyrirbrigði. En aðrir kynna sjer það betur, sumpart af því að þeir þurfa þess, sumpart af forvitni. Er þetta raunverulega mögulegt? Geta svona fáir menn leyst jafn mörg verkefni svo viðunandi sje? Ólafur Thors Áramótaávarp 1945“


  • „Við Íslendingar erum minnsta sjálfstæða þjóð heimsins. [...] Því minni sem þjóðin er því meira á hún undir að haga svo búskap sínum, en einkum þó viðskiptunum út á við að hún með því ávinni sér virðingu annarra þjóða.[...] Að minnsta þjóð heimsins getur vel teflt velferð sinni og sjálfstæði í voða ef hún temur sér siðleysi í þeim efnum sem beinast blasa við sjónum annarra þjóða, og jafnvel snerta beinlínis hagsmuni þeirra, þ.e.a.s. meðferð utanríkismála sinna. Þetta verðum við Íslendingar að gera okkur ljóst og hætta því að ræða utanríkismálin með óvarfærni og þeim ofsa og óbilgirni sem tíðast ríkir í innanlandsmálum. Ólafur Thors Áramótaávarp 1945“


  • „Við Íslendingar þurfum einnig að láta okkur skiljast, að við megum ekki fremur en aðrar þjóðir ætla, að við getum til lengdar vænst mikils góðs af nokkurri þjóð, umfram það, sem er í réttu hlutfalli við þá þýðingu, sem við höfum fyrir hagsmuni hennar sjálfrar. Þetta er lögmál lífsins. Eftir því skulum við hegða okkur, m.a. vegna þess, að það er frumskilyrðið til að eignast þá vináttu og virðingu annarra þjóða, sem getur, þegar mest á ríður, verið verðmætari en nokkrir fjársjóðir. Ólafur Thors Áramótaávarp 1945“


  • „Vinnuaflið er af skornum skammti. Fáar þjóðir eiga því fremur en við að sækja vélaraflið og láta það vinna fyrir okkur.“

Viðmótsþýða forystumanna Dana var slík að mati Ólafs að Íslendingum væri hollt að íhuga það, þá ætti að renna upp fyrir Íslendingum ljós.

  • „Þeim skilst þá betur að við erum svo einsýnir að voði gæti af stafað værum við eitt af mestu herveldum veraldar en ekki smáþjóð á hjara veraldar. Að sjálfsögðu er okkur mikil nauðsyn aðhalda fast á málum okkar og forðast taglhlýðni og undirgefni ekki síður en stífni og hroka. Þó er hófið best í þessum efnum sem öðrum. Ekki höldum við til langframa vinsældum og virðingu annarra þjóða ef við heimtum allt af þeim en látum þær jafna ganga bónleiðar til búðar á okkar fund. Ber okkur að skilja að ósk okkar og krafa á að vera sú að fá að lifa þrátt fyrir smæðina en ekki af smæðinni. Og að allar vonir mannkyns um að forðast tortímingu og gereyðingu styrjaldar byggist einmitt á því að þjóðernishroki verði lægður. Ólafur Thors Þjóðhátíðarræða 1962“

Tenglar[breyta]

Wikipedia hefur grein um