Stella í orlofi

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Stella í orlofi er íslensk kvikmynd frá árinu 1986. Hún fjallar um Stellu sem tekur að sér að fara með viðskiptavin mannsins síns í laxveiði eftir að hann handleggsbrotnar.

Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Handrit Guðný Halldórsdóttir.

Tilvitnanir[breyta]

Pabbi: Hlauptu út í búð og keyptu handa mér 5 Tab.
Eva: Maður á að segja „kauptu“, en ekki „keyptu“. Sögnin „að kaupa“; „kauptu“ er í boðhætti, maður bætir bara við —
Pabbi: Góða, hættu þessu þvaðri. Keyptu þetta fyrir mig, fyrr get ég ekki borðað.
Eva: Passaðu þrýstinginn, maður!


Stella: Goggi, hentirðu útigrillinu? Viltu gjöra svo vel að fara og ná í það? Því gæti verið stolið.
Goggi: Krakkar! Viljiði skila fótinum af grillinu !


Salomon: Fru Stella, väskan mín er hoorfin!


{{tilvitnun|kvikmynd =

Goggi: Hver á þennan sumarbústað? JÁ EÐA NEI OG SVARAÐU NÚ!


Salomon: Er það partur af prúgrammet?


Goggi: Þakka ykkur ægilega vel fyrir, krakkar mínir. Alveg svakalega vel fyrir. Farið hérna inn í vasann og finnið seðlabúnt og takið að minnsta kosti tvo þúsundkalla.
Trausti: Eigi viljum við af þér ölmusa þiggja.
Sigríður: Ekki líst mér svo á þig, að þú munir gæfumaður vera.
Trausti: Vel var þetta mælt, Sigríður mín. Og segir mér hugur um, að þú hafir spælt mann þennan.


Anton flugstjóri: Hvað er þetta, með leyfi?
Aðstoðarflugmaður: Lax.
Anton flugstjóri: Viltu verka þetta?


Goggi: Það er ekkert pláss fyrir svona illa lyktandi gæru.
Stella: Út með gæruna!
Sørensen: Hva’ behar?
Stella: I said, get out of here! You!
Goggi: Þú ferð nú varla að henda manneskjunni út hérna!
Stella: Ég sagði, „Burtu með þessa gæru“. Sagðir þú ekki að hún væri illa lyktandi?
Goggi: Ég meinti bara gæruna hennar Silju litlu.
Stella: Já, ég átti við þessa gæru hér!


Salomon: Herre Gud!

Leikendur[breyta]

Tenglar[breyta]

Wikipedia hefur grein um