Karl Sigurbjörnsson
Útlit
Karl Sigurbjörnsson (f. 1947) er fyrrverandi biskup Íslands.
Tilvitnanir
[breyta]- „Kynlífið er að kristnum skilningi ekki bara fullnæging líkamlegra hvata, heldur tjáning náins, skuldbindandi, gagnkvæms persónusamfélags, þar sem karl og kona eru eitt, þar sem hið líkamlega og hið sérlega, tilfinningalega helst í hendur. Ath. hebr. orðið jada = kenna, þekkja, sem notað er um hið nánasta samlíf karls og konu, þess vegna er allt það, sem miðar að því að rífa kynlífið úr þessu samhengi, fordæmt út frá kristinni siðfræði, af því að hún leggur einhliða áherslu á hið líkamlega hvatirnar og afneitar hinu mannlega og stuðlar meðvitað að því að hjón virði öll siðræn gildi, sem fordæmir kynlífshyggju, eða eigum við að segja kynlífsdýrkun, samtímans. Kristileg siðfræði leggur áherslu á, að kynlíf eigi eingöngu rétt á sér innan vébanda hins gagnkvæma, skuldbindandi persónusamfélags, þ.e. hjónabandsins.“
- í erindinu „Fjölskyldan og hjónabandið“.
- „Hvað nú? Hver er framtíð kristni? Hvað um niðja okkar, börn okkar og afkomendur? Hver verður þeirra trú? Mun Islam [sic] leggja álfuna undir sig? Kristni hopar í Evrópu. Fyrir Islam [sic] og fyrir guðleysi og tómhyggju. Hvað þarf til að snúa þeirri þróun við? Eða er okkur alveg sama? Ég vona ekki.“
- í predikuninni „Prédikun á 8. sunnudegi eftir þrenningarhátíð“, Flutt að Borg á Mýrum, 21. júlí 2002.
- „Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað?“
- í predikuninni „Enn þetta ár er sú leið fær“, flutt í Dómkirkjunni 1. janúar 2003.
- í predikuninni „Hvernig manneskja viltu vera“, flutt í Áskirkju 6. mars 2005.
- „Ég held að hjónabandið eigi það inni hjá okkur að við allavegana köstum því ekki á sorphauginn alveg án þess að hugsa okkar gang.“
- spurður um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að ganga í hjónaband í fréttum NFS í upphafi árs 2006.
- „Það er nefnilega svo að trúhneigð manneskjunnar er ólæknandi, og leitar sér svölunar. Af því að Guð hefur skapað okkur til samfélags við sig og hjarta manns er órótt uns það hvílist í honum. Þetta er grundvallarstaðreynd. Og þegar Guði er úthýst úr lífi manns og mannhyggjan er sett á stall, þá verða það ekki frelsið og friðurinn og lífið sem við tekur, heldur helsið og hatrið og dauðinn. Það staðfestir öll reynsla.“
- í predikuninni „Heilbrigð og óheilbrigð trú“, flutt í Hvalsneskirkju 9. desember 2007
- „Raunvísindin eru mesta andlega afrek Vesturlanda, ásamt lýðræðinu. Boðskapur Biblíunnar, von og trú, guðsmynd, mannsskilningur og samfélagssýn, við birtu jólanna og ljóma páskanna og sólglit hvítasunnunnar, hann hefur verið sú deigla og áhrifahvati sem gerði þau afrek yfirhöfuð möguleg.“
- í predikuninni „Á áramótum“, flutt í Dómkirkjunni 1. janúar 2008
- „En víst er að gleði og friður ná ekki að fylla hjarta manns ef friðleysi og streita, reiði og vantrú hefur sest að í sálinni.“
- í pistlinum „Hvers vegna eru jól?“
- „Við þurfum reyndar ekki að skyggnast langt um sviðið til að koma auga á vaxandi tortryggni gegn útlendingum, kynþáttafordóma, Íslamófóbíu [sic], Gyðingahatur, Kristsfælni [sic]. Svo verða ýmsir til að fullyrða að trúin sé sökudólgurinn, trúarbrögðin séu það afl sem einatt blási að glæðum haturs og hleypidóma og skuli því rutt út úr upplýstu og menntuðu samfélagi.“
- í pistlinum „Krossinn — páskarnir“ sem fluttur var í Dómkirkjunni þann 23. mars 2008.
- „Það er því miður alveg áreiðanlegt að trú er í sjálfu sér engin trygging fyrir siðgæði og sönnum dyggðum. Siðlausa og siðblinda menn er eins að finna meðal trúaðra og guðlausra. Allt mannlegt eðli hneigist til sjálfshyggju og eigingirni.“
- í pistlinum „Krossinn — páskarnir“ sem fluttur var í Dómkirkjunni þann 23. mars 2008.
- „Það er til trúlaus maður og það er ekki gott. Það eru líka til siðlausir menn. En trú er manninum eðlislæg og trúlaus maður er sá sem hefur slitið á það sem er manninum helgast.“
- í aukablaði DV, Magasín, 19. desember 2002
- „Aumur er ástlaus maður. Það er eins með trúna. Grundvallarþættir í persónu mannsins eru ástin, trúin og siðgæðið.“
- í aukablaði DV, Magasín, 19. desember 2002