Fara í innihald

Sóley Tómasdóttir

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Sóley Tómasdóttir er ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, formaður mannréttindanefndar, fulltrúi í menningar- og ferðamálaráði og varaborgarfulltrúi.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Enn skil ég því ekki hvernig dómarar geta réttlætt hraðskreiðari þyngingu dóma í fíkniefnamálum en kynferðisabrotamálum. Í báðum tilfellum er um alvarleg samfélagsmein að ræða sem þarf að uppræta með ráðum og dáð — og til þess þurfa allir að beita sér: Löggjafar- og dómsvald þar með talið.“
4. október 2007
  • „Sýslumaðurinn á Selfossi, sá hinn sami og taldi nauðsynlegt að troða þvaglegg upp í þvagfæri konu gegn vilja hennar um daginn, sér ekki ástæðu til að krefjast gæsluvarðhalds yfir manni sem kærður hefur verið fyrir nauðgun. Nauðsyn er greinilega afstætt hugtak.“
23. september 2007
  • „Sem stjórnmálakona, tel ég mikilvægt að yfirvöld axli ábyrgð á því samfélagsmeini sem kynbundið ofbeldi vissulega er. Fordæming yfirvalda kemst fyrst og fremst til skila gegnum lög og eftirfylgni þeirra. Sem að mínu mati er til skammar í dag. Leiðrétta þarf rammskakkt valdakerfi, konur þurfa að búa við sömu tækifæri og sama fjárhagslega og félagslega öryggi og karlar. Til að slíkt geti orðið þarf að endurmeta kvennastörf, afnema launaleynd, fjölga konum á öllum stigum hins þrískipta valds sem og í atvinnulífinu, kenna kynjafræði á öllum skólastigum, lagfæra kynferðisafbrotakafla hegningarlaganna og fara eftir honum. Að sama skapi þarf að framfylgja lögum um klám og ráðast gegn staðalmyndum með ráðum og dáð. Og svo margt annað...“
16. september 2007
  • „Dómskerfið er handónýtt drasl sem er ekki í neinu samræmi við gildi og viðhorf samfélagsins.“
14. mars 2008
  • „Við skulum sitja hjá.“
16. febrúar 2010