Þorvaldur Gylfason

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Þorvaldur Gylfason er íslenskur hagfræðingur.

Tilvitnanir[breyta]

  • „[E]nginn veit lengur fyrir víst, ekki heldur bankarnir sjálfir, hvar útlánaáhættan liggur grafin. Bankarnir þora því ekki lengur að lána hver öðrum. Jörðin er frosin. Aðalhöfundur nýju laganna var Philip Gramm, efnahagsráðgjafi Johns McCain. Ríkisstjórn Bush forseta eygir enga leið aðra út úr ógöngunum en að senda skattgreiðendum reikninginn án þess þó að skerða hár á höfði sökudólganna. Þetta er sósíalismi andskotans í allri sinni dýrð: pilsfaldakapítalismi.“
Í greininni „Pilsfaldarkapítalismi“ í Fréttablaðinu 25. september 2008
  • „Fjármálakreppur fylgja frjálsum markaðsbúskap líkt og farsóttir fylgja mönnum.“
Í greininni „Kreppur fyrr og nú“ í Fréttablaðinu 11. desember 2008
  • „Þótt okkur hafi mörgum lengi þótt, að hér standi varla steinn yfir steini hvorki á vettvangi stjórnmálanna né í réttarkerfinu, sem er skilgetið afkvæmi stjórnmálastéttarinnar, höfum við aldrei tekið svo djúpt í árinni, þegar við tölum við útlendinga. Við höfum í reyndinni hegðað okkur út á við eins og meðvirkir makar í hjónabandi við drykkjusjúkling.“
Í greininni „Sáttin er brostin“ í Fréttablaðinu 8. janúar 2009

Tenglar[breyta]