Óðal feðranna
Óðal feðranna er kvikmynd frá árinu 1980. Hún fjallar um fjölskildu á bóndabæ og baráttu þeirra við fólksfækkun í sveitinni.
- Leikstjóri og handrit Hrafn Gunnlaugsson.
Tilvitnanir
[breyta]Stefán: Ætlar'u ekki að koma inn aftur?
Helgi: Heldurðu að pabbi hefði kært sig um að hlusta á lygablaður þarna inni?
Helgi: Sérðu þessa bíla sem þeir eru á. Hver heldurðu að eigi þessa bíla? Það erum við. Svo aka þeir um á þeim og þykjast vera bestu vinir alþýðunnar.
Stefán: Haltu bara áfram að selja þína traktora.
Kaupfélagsstjóri: Allt í lagi vinur, ég á einn handa þér.
Helgi: Ætlarðu að standa með okkur?
Helga: Já.
[Guðrún kemur inn]
Helgi: Mamma, ég vill [typo] í burt með strákunum og, hitta fólk og fara á ball og dansa og...
Guðrún: [til Stefáns] Viltu ekki láta okkur í friði, við erum að vinna.
Laxveiðimaður: Hérna, fáðu þér súkkulaði.
Helgi: Nei ég vil ekki svona bölvaðan óþverra. Sérðu hvernig þetta fer með þig.
Laxveiðimaður: Ég veit það. Eftir að ég hætti að reykja, eina sem ég geri er að éta svona eitthvað. Alltaf að, já alltaf að bruðla eitthvað.
Nori: [innan af klósetinu] Heyrðu, ég gleymdi að tjekka á pappírnum þegar ég fór á klósettið áðan. Reddaðu mér pappír í hvelli, ég er búinn að sitja hérna nógu lengi.
Stefán: Er ekki nóg fyrir þig tvö blöð. Þú getur notað þau báðum megin ef þú vilt.
Læknir: [Um Helga] Hann er í lögfræði, er það ekki?
Stefán: Þekkirðu hann eitthvað?
Læknir: Já, ég held ég hafi heimsótt hann einhvern tímann, í smá partí, þegar ég var að læra. Hann býr í kjallaraherbergi í vesturbænum.
Stefán: Nú, í kjallara.
Einstæð móðir: Ég er einstæð móðir með tvö börn. Svo leigir maður einhverjum mönnum og svo bara hverfa þeir og slasa sig.
Stefán: Ef hann hefur skuldað þér eitthvað þá get ég reynt að borga þér. En ég er bara með svo stóra ávísun núna að...
Einstæð móðir: Hver er þetta sem gefur hana út?
Stefán: Kaupfélagsstjórinn. Ég var að selja honum hesta.
Einstæð móðir: Þá ætti þetta að vera í lagi.
Stefán: Heyrðu, má ég ekki bara borga þér á morgun?
Einstæð móðir: Ég skal skipta henni fyrir þig.
Stefán: Ég vildi nú heldur gera það sjálfur. Ég á þessa peninga.
Einstæð móðir: Treystirðu mér ekki?
Stefán: Jú jú.
Kaupamaður: [Til Helgu] Fáðu þér vel af teinu og láttu höfuðið rúlla. Prófaðu.
Leikendur
[breyta]- Jakob Þór Einarsson - Stefán
- Hólmfríður Þórhallsdóttir - Guðrún
- Guðrún Þórðardóttir - Helga
- Jóhann Sigurðsson - Helgi
- Sveinn M. Eiðsson - Kaupamaður
- Ingimundur Jónsson - Kaupfélagsstjóri
- Magnús Ólafsson - Laxveiðimaður
- Helga Hjörvar - Einstæð móðir
- Theódór Þórðarson - Læknir