Í takt við tímann

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Í takt við tímann er íslensk kvikmynd frá árinu 2004. Hún er framhald af kvikmyndinni Með allt á hreinu.

Leikstjóri Ágúst Guðmundsson. Handrit Ágúst Guðmundsson og Stuðmenn.

Tilvitnanir[breyta]

Kristinn: Þetta er sjálfvirkur símsvari fyrir grænu torfuna. Ef þér liggur ekki lífið á, ýttu á einn. Ef þú ert við dauðans dyr, ýttu á tvo. Ef þú ert orðinn mjög kaldur, reyndu að ýta á þrjá.


Frímann: Thank you very nice.


Frímann: Sannast hið fornkveðna; „Enginn veit hvað átt hefur“.
Baddi: Nei, „hvað misst hefur“.


Dúddi: Við öndum inn, og svo, þarna, hitt líka.


Frímann: Hvað ertu með um hálsinn?
Dúddi: Æ, passaðu þig. Þetta var blessað af alvöru indjána.


Frímann: Það þekkir þig enginn á bak við farðann.
Dúddi: Frímann, það þekkir áruna.


Dúddi: Brandarinn er ábyggilega farinn að virka. Sko, þetta er svona, þetta er svona lúmskur brandari. Hann byrjar svona hægt. Sko, maður fattar hann ekki fyrst. Svo þegar maður fattar hann þá verður maður svona rólegur. Þá fer maður bara heim að sofa.
Frímann: Ég er að byrja að fatta hann núna.


Kristinn: [syngur] Ekta íslenskt fönn.


Kristinn: Monakó? Þeir eru nú eins og gamla sjónvarpið mitt var orðið. Myndin sæmilega skýr en hljóðið alveg afleitt.


Gömul kona: Ég samhryggist þér.
Baddi: Nei, þetta er allt í lagi. Ég fæ mér bara aðra sneið.


Kristinn: Það þýðir ekkert að vera að hnípinn Dúddi minn, þó þú hafir rekið þig aðeins í snípinn.


Kristinn: Ég má bara ekki vera að þessu. Ég er með fullan frysti af fólki.


Kári Már: Mamma.
Harpa Sjöfn: Já?
Kári Már: Af hverju á ég ekki pabba eins og hinir strákarnir í hljómsveitinni?
Harpa sjöfn : < syngur >
Kári Már : Mamma má ég fá brjóst,, djók
Kári Már : Mamma ég er sjálfur að verða pabbi
Harpa sjöfn : HA HA HA
Harpa sjöfn : lokar hurðini
Kári Már : það er sko ekki djók


Baddi: Mamma djöfull. Mamma djöfull.
Dúddi: Er þetta ekki að virka svolítið?
Baddi: Mamma djöfull!
Mamma Dúdda: Dúddi, ertu að fróa þér?
Dúddi: Nei.


Kristinn: Það er eitt að reyna að höfða til ungdómsins eins og við erum að reyna að gera. Annað, að bifast undir sænginni með honum.
Harpa Sjöfn: Hvað þykist þú vita um þennan dreng?
Kristinn: Þennan nýjasta rekkjunaut þinn?
Harpa Sjöfn: Sem þú átt... ekki neinn skapaðan hlut með að vera að gaspra um.


Kristinn: [syngur] Í takt við tímann.
Harpa Sjöfn: Hvernig finnst þér söngvarinn?
Kári Már: Þetta er flottur söngvari.
Kristinn: [syngur] Í takt við hann.
Harpa Sjöfn: Kári Már...
Kristinn: [syngur] Já vissulega er ég...
Harpa Sjöfn: ...þetta er pabbi þinn.


[syngja]
Kári Már: Vater, bist du das? Ist es wirklich wahr?
Kristinn: Warum sprichst du Deutsch?
Kári Már: Ég veit það ekki pabbi minn.

Leikendur[breyta]

Tenglar[breyta]